Færsluflokkur: Lífstíll

Hallæri og lummur....

Danir og íslendingar eru svolítið líkir að einu leiti sérstaklega. Það er með hluti sem þeir eiga. Þeirra hlutir eru alltaf betri en annara og því á maður alltaf að greiða hærra verð fyrir þá en aðra sambærilega hluti i öðrum löndum. Ég fór á dögunum að svala dellunni og fór að skoða bíl sem er til sölu og hefur verið það í næstum 2 ár. Þetta er Ford Zephyr 1962, sem er stór breskur og hallærislegur bíll sem fáir Zephyr 1962vilja. Nema auðvitað ég sem hef "hallærislegur" sem millinafn. Eigandinn er viðskiptaséní (örugglega ættaður frá Bissnesi í Kaupþingi eystra) og taldi sig vera með þvílíkan gullmola að annað eins hafði ekki sést um veröld alla. Ég er eldri en tvævetur í þessum málum og sagði honum að þessi bíll væri vissulega gamall og í ágætu standi miðað við aldur, en 40 þús danskar væri einfaldlega fáránlega hátt verð fyrir bílinn. Hann væri sprautaður af hobbýmálara og þyrfti að málast aftur og betur. Já, en það er bar einn eigandi og hann er dauður úr elli! Ég sagði að ég væri að tala við eiganda nr. tvö og ég sæi ekki betur en hann væri sprelllifandi. Já, en hann á bara eftir að hækka í verði sagði Kiddi króna þá. Já, ég veit en ég ætla ekki að borga þér hagnaðinn fyrirfram sagði ég og bauð honum 25 000 kall fyrir gripinn það sama og ég get fengið svona bíl frá Svíþjóð og Þýskalandi. Ég hafði mjög gaman af að rökræða við hann og fann að hann hafði gaman af að eiga við mig þó hann væri hálfmóðgaður yfir boðinu. Þessi sena endaði þannig að hann á bílinn áfram en tók þó niður heimilisfangið mitt til öryggis...

Gulli litli lumma.. 


Chevrolet vængjalágur

Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um bíla og þá sérstaklega gamla bíla. Á hverjum degi skoða ég bílasölur með gamla bíla á netinu amerískar, sænskar, danskar og þýskar. Ég hef mikið yndi af að skoða hversu menn voru djarfir í hönnun og tilraunum. Ameríkanar svo ríkir að lengdin á húddinu skipti engu máli hvað þá fermetrafjöldi krómsins. V 8, v12 og jafnvel v16. Hönnuðirnir virtust æsa hvorn annan upp í hamaganginum, húddin stærri, meira króm og stærri vélar. Gott dæmi um þetta eru "vængjalágurnar" svokölluðu.

19581958 og litlir vængir að myndast.

 

 

 

 

1959 1959 og vængirnir orðnir ansi reffilegir.

 

 

 

1960 1960 vængirnir enn stórir og myndarlegir.

 

 

 

1961 1961 bíddu nú við, ekki flýgur maður langt á þessu.

 

 

1962 1962 Chevrolettinn lentur og hættur að fljúga.

 

 

 

 

Gulli litli dellukall.... 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband