Færsluflokkur: Matur og drykkur

Alvarlegur skortur í Danmörku....

Ég veit að maður á ekki að vera kvarta yfir lífinu í Dk. Við berjumst ekki við hrun í efnahagslífinu, hér er enginn Framsóknarflokkur(hann er reyndar horfinn á Íslandi líka), engin verðtrygging, sáralítið ef nokkuð atvinnuleysi, sól og yfir 20 gráðu hiti hvern dag, og bjórinn á þannig verði að maður hefur vel ráð á að vera róni. Yfir hverju er þá möguleiki að kvarta? Jú, það er mjög erfitt að finna rabbabarasultu í Danmörku! Jarðaberja, hindberja og allskonarberjasultur fást. Ég hef fundið rabbabarasultu en þá blandaða með jarðaberjum. Það er ekki rabbabarasulta! Ég vil bara venjulegt rabbabarasultutau eins og maður fékk á vöfflurnar í Skagafirðinum í gamla daga! Bjargvættur minn og stoð og stytta í lífinu barg mér frá nauð, og sauð uppskeru sumarsins af rabbabara í sultu......Stefnt er á vöfflukaffi um helgina.......

1691

Gulli litli jammari... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband