Alvarlegur skortur í Danmörku....

Ég veit að maður á ekki að vera kvarta yfir lífinu í Dk. Við berjumst ekki við hrun í efnahagslífinu, hér er enginn Framsóknarflokkur(hann er reyndar horfinn á Íslandi líka), engin verðtrygging, sáralítið ef nokkuð atvinnuleysi, sól og yfir 20 gráðu hiti hvern dag, og bjórinn á þannig verði að maður hefur vel ráð á að vera róni. Yfir hverju er þá möguleiki að kvarta? Jú, það er mjög erfitt að finna rabbabarasultu í Danmörku! Jarðaberja, hindberja og allskonarberjasultur fást. Ég hef fundið rabbabarasultu en þá blandaða með jarðaberjum. Það er ekki rabbabarasulta! Ég vil bara venjulegt rabbabarasultutau eins og maður fékk á vöfflurnar í Skagafirðinum í gamla daga! Bjargvættur minn og stoð og stytta í lífinu barg mér frá nauð, og sauð uppskeru sumarsins af rabbabara í sultu......Stefnt er á vöfflukaffi um helgina.......

1691

Gulli litli jammari... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

já en það vantar íslenskan rjóma!!!

Guðni Már Henningsson, 8.5.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Gulli litli

Atli, ég ætla bara ad biðja þig að gera ekki lítið úr þessu alvarlega vandamáli, það eiga örugglega margir sárt um að binda....Guðni Már, þú bjóst til alveg nýtt vandamál fyrir mig til að fjasa yfir....þetta er audvitad risavaxið vandamál líka....

Gulli litli, 8.5.2008 kl. 18:43

3 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

já, svona getur lífid verid erfitt stundum

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Gulli litli

Öræfajökull þeirra dana er svipaður að hæð og Öskjuhlíðin okkar....Ora mikið rétt.....Takk fyrir söguna um flödepiskeren Anna....

Gulli litli, 14.5.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband