Shine a light on Rolling Stones....

Um síðustu helgi fórum ég og konan ásamt nágrönnum okkar Ole og Jetta í bíó. Það eitt og sér er stórfrétt, það er að srolling-stones-keithegja að við hjónin(gift í 18 ár 1 sept) förum í bíó. Mjög viðeigandi mynd eða Shine a light með Rolling Stones, því síðast þegar við fórum að sjá mynd í bíó var það Doors! (smá ýkjur). En það sem var sérstakt við þessa bíóferð var að þetta var útibíó. Í auglýsingunni stóð að maður ætti bara að hafa með sér klapstóla og svo sat maður bara úti á túni í Grenaa og horfði á The Rolling Stones í ljósaskiptunum, í boði Kulturhuset, Kino Grenaa og Djurslandsbank. Fantastisk oplivelse. Myndin er tekin upp 2006 á tónleikum í New York með allslags innskotum á gömlu efni. Síðast sáum við Rolling Stones að mig minnir 1998 í Parken ásamt 49 999 öðrum. Þá hugsaði maður með sér að það ætti bara eftir að velta Keith ofan í gröfina og það þyrfti bara einhver endilega að segja honum að hann væri dauður. Svei mér þá ef að karlinn var ekki bara hressari 2006. Það rifjaðist upp fyrir manni hvað þessi einfalda tónlist er ótrúlega gefandi. Krafturinn, spilagleðin og lífið í þeim er alveg hreint ótrúlegt. Ég meina þessir karlar eru að verða eða kannski orðnir sjötugir! Hvað um það nokkrir gestir sungu með gömlu mönnunum þar á meðal ungstirnið (hún var alla vega einu sinni ungstirni) Christina Aqulera. Yndisfagurt kvendi með stóra rödd. Fyrir utan sjö milljón myg stungur var þetta frábært kvöld og verður lengi í minnum haft....

Gulli litli Stones


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég viðurkenni vott af einni dauðazynd, þig rennir líkazt í grun hverja.

Steingrímur Helgason, 3.9.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Gulli litli

Ég veit um einn annann sem ekki þolir R S....

Gulli litli, 3.9.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þetta er frábær mynd og ekki hefur skemmt fyrir að sjá hana úti....

Guðni Már Henningsson, 3.9.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Halla Rut

Frábær hugmynd. Ef við færum hana uppá Ísland þá mundi vera of bjart á sumrin og of kalt á veturna....Já, Ísland er spes.

Halla Rut , 3.9.2008 kl. 20:54

5 identicon

Ofmetnasta hljómsveit í heimi og þó víða væri leitað ég náði að horfa á 15 mín af þessu drasli og þá var ég búinn að fá miklu meira en nóg :)

Röggi (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:12

6 Smámynd: Gulli litli

Gudni; Já, þad var virkilega gaman.

Halla; Ég held líka ad þad væri basl ad finna logn á Fróni..

Röggi; þad er akkúrat þetta sem gerir tónlist skemmtilega ad smekkurinn er ekki sá sami. Ef ég á ad benda á hljómsveitir sem mér finnst meira ofmetnar en RS, þá nefni ég U2 og Pink Floyd. Takk fyrir greidann um daginn, ég byrtist einn daginn á töppunum hjá þér. Kv. 

Gulli litli, 3.9.2008 kl. 21:30

7 identicon

Já það er allveg rétt hjá þér það væri ömurlegt ef öllum þætti td. RS skemmtilegir :)

Þú ert ávallt velkominn Gulli minn og ég mun taka vel á móti þér.

Röggi

Röggi (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:35

8 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Ég minntist á það við vinkonu mína að ég væri að fara að passa, því mamma og pabbi væru að fara í bíó. Hún svaraði: "Oh, mamma þín og pabbi eru svo miklir unglingar." Vonandi gleður þetta þig, gamli karl.. Það er ennþá til fólk sem finnst þú vera unglegur. Nei, ég er að grínast, þið eruð algjör unglömb. God arbejdslyst

Sunna Guðlaugsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Frábær mynd og eins og Guðni segir; ekki slæmt að sjá hana undir beru lofti :-)

Kristján Kristjánsson, 3.9.2008 kl. 22:14

10 Smámynd: Gulli litli

Röggi; Og þá hefðum við ekkert að þræta um heldur. Takk, kveðju í bæinn..

Sunna; þetta er ég alltaf að reyna segja þér. Mér finnst ég bara gamall þegar þú átt afmæli núordid. Takk og góða nótt.

Kristján; það var virkilega gaman að fara á útibíó..Keep on rockin.

Gulli litli, 3.9.2008 kl. 22:39

11 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Djö.... hef ég misst af miklu.

Marta Gunnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:10

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er nú eitthvað sem minn þyrfti að sjá.

Haraldur Bjarnason, 4.9.2008 kl. 00:24

13 Smámynd: Gulli litli

Marta og Haraldur; þetta verða bara allir að sjá. Röggi meira að segja reyndi!

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 00:33

14 identicon

Átján rauðar rósir ætlaðar þér.........................................

Kitta (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:45

15 Smámynd: Gulli litli

Takk....X18...

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 10:31

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Get nú að hluta tekið undir ofmatið, sumir gera allt of mikið úr gæðum þeirra, svona "bestir" kjaftæði, en alveg ágæt kráarrokkblúshljómsveit hafa Jagger og Co. alltaf verið og jújú, ágætislög hafa líka komið frá þeim af ýmsu tagi. En eru ekkert merkilegri sveit í mínum huga en t.d. Status Quo eða CCR til dæmis!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 20:02

17 Smámynd: Gulli litli

þad er audvitad ekki hægt ad keppa í listum. Enginn hefur sagt ad þeir séu bestir, en eitthvad hljóta þeir ad hafa fyrst þeir eru enn ad. Leidinlegust tónleikar sem ég hef farid á voru Status Quo tónleikar á Fróni. Einir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farid á er med Fræbbblunum. Fræbblarnir eru ekki bestir en mikid andskoti eru þeir skemmtilegir!!

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 21:15

18 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Stónsararnir eru alveg stór góðir sko... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 21:59

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú hefur þá verið svo ólánssamur að sjá fyrri tónleikana hjá SQ í Reiðhöllinni, ekki satt?

Ég sá seinni og eru þeir tvímælalaust með þeim allraskemmtilegustu sem ég hef verið viðstaddur!Þú ættir nú t.d. að hlusta á "minnsta sýslumann í heimi" Ólaf Helga Kjartansson mala um STones, um slíkt tal var ég að ræða varðandi "bestir" en ekki um spjallið hérna.Þú getur þá alveg eins hrósað SQ fyrir að ahfa haldið lengi út og raunar miklu frekar en Stones, báðar sveitirnar stofnaðar 1962, en hlé hafa verið miklu meiri hjá Stones á þeim langa tíma inn á milli.

Fræbbblarnir eru auðvitað orðnir viss "Stofnun" í íslenskri rokksögu og þarf ekki að fjölyrða um það frekar.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 16:38

20 Smámynd: Gulli litli

Mér var boðið að aka vörubíl og vinna við að setja upp svið og græjur fyrir SQ 2005 fimm og ég sagði nei takk minnugur tónleikanna í reiðhöllinni. Ég sagði hinsvegar já við sama djobbi fyrir ABBA copy band og vann við það í einn mánuð víðsvegar um Skandinavíu og skemmti mér konunglega..Mamma mia. Á þessum SQ tónleikum minnir mig að Gildran hafi hitað upp og þeir voru 36X betri.., en það getur verið að ég sé að rugla saman..

Gulli litli, 5.9.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband