Stuttbuxnafyrirtækjabýttigaurar....

Wall_StreetVar að horfa á Silfur Egils. Nennti ekki að leggja á minnið hvaða gæjarnir heita sem töluðu nema dr. Gunni (því hann er bara venjulegur meðaljón eins og við hin). Almennt var mórallinn í þættinum sá að nú væri tími til kominn að fara að vinna með höndunum ekki bara að býtta á bréfum. Sem sveitamaður hef ég aldrei skilið hvernig er hægt að græða endalausa peninga á fyrirtækjum sem eru kannski ekkert að græða..Bara með því að endurskipuleggja þau í drasl! Nú er til dæmis búið að stokka allan sjávarútveginn upp mörgu sinnum, landsbyggðin hefur lotið í gras og í útrásinni var bara orðið "halló" að eiga sjávarútvegsfyrirtæki. Enda búið að býtta svo oft að meira var ekki hægt að ná úr þeim. Eimskipafélagið er búið að ganga í gegnum margar uppstokkanir og er nú komið að fótum fram. Það getur ekki verið að helmingur þjóðarinnar eigi að lifa á einhverju býttibraski. En bíðið við; forstjóri Glitnis segir nú að við eigum að snúa okkur að sjávarútvegi og orku og semsagt fara að framleiða. Búa til verðmæti fyrir þessa gæja til að býtta með! Stuttbuxnafyrirtækjabýttigaurar; Farið út að vinna með höndunum og búa til verðmæti á því að framleiða, ekki á að spila Matador.

 

Gulli litli lummulegi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyr gamli. Er nú bara alvarlega að hugsa um að flytja af skerinu. Komin með upp í kok að láta taka sig í þur.....rass.... Veistu um íbúð?

Rut Sumarliðadóttir, 22.9.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Gulli litli

Íbúð er nú minnsta málið held ég...

Gulli litli, 22.9.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Brattur

... kannski maður fari bara að framleiða stuttbuxur fyrir þessa útrásargæja... þeir fara með margar á dag, alltaf að spila rassinn úr buxunum...

Brattur, 22.9.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Gulli litli

Bara ekki býtta á stuttbuxum og einhverjum bréfum...það er ekki víst að þau séu pappírsins virði...

Gulli litli, 22.9.2008 kl. 21:43

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það að vera 'lummulegur' þýðir nú á mínum heimabæ að kynda þurfi undir kaffikönnunni & ná í 'hræríng'.

Steingrímur Helgason, 23.9.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Gulli litli

Heima hjá mér þýðir lummulegur að vera hallærislegur....

Gulli litli, 23.9.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband