Þjófar án sjálfsvirðingar....

Nú er komið að því að hefja starfsheitin útrásarvíkingur og auðmaður til vegs og virðingar. Þeir í rauninni láta sig jafnrétti miklu skipta. Þegar þeir ræna okkur, þá ræna þeir okkur öll. Þeir fara ekki í manngreiningar þegar kemur að því að féfletta, því þeir ræna okkur allt og öllu. Er þá enginn undanskilinn. En til eru þjófar með enga virðingu. Þannig er að í þrígang hefur verið brotist inn í geymslur okkar bræðra. Hefur það verið gert með hefðbundnum látum, hurðarbrotum og tilheyrandi. Ósköp eðlileg vinnubrögð í þessum geira. Í geymslum þessum geymum við svona hefðbundin fótanuddtæki og ýmislegt misnotanlegt dót úr sjónvarpsmörkuðum liðinna áraog búslóðina mína. En það sem vekur undrun mína í þessari innbrotahrinu er það, að aldrei er neitt tekið sem tilheyrir mér. Er nú svo komið að ég er orðinn sármóðgaður út í þjófana. Ég meina; hvað er að mínu dóti? Ég hef næstum alla mína búslóð í geymslunni og ekki í eitt skipti hafa ræningjarnir séð ástæðu til að stela frá mér? Mér finnst þessir menn gera lítið úr lítilmagnanum.......Má ég þá heldur biðja um góða útrásavíkinga með sjálfsvirðingu....

Gulli litli sármóðgaði..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Klanið burt.

Íslendingar, í dag föstudag 13.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu, Hafnarhúsinu. Mætum öll. 

Klanið burt

Lúðvík Lúðvíksson, 13.11.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Setning ársins:

"Við erum kannski glæpamenn, en við erum ekki óheiðarlegir"

(Fangavaktin)

S. Lúther Gestsson, 13.11.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Djöfull eru þetta ómerkilegir þjófar. 

Ég tek undir með þér að sú árátta þeirra að skilja búslóðina þína alltaf útundan er argasta móðgun.

Kærðu þá ! 

Anna Einarsdóttir, 13.11.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Gulli litli

S. Lúther; Þessir þjófar eru ekki heiðarlegir glæpamenn..

Anna; Ég læt ekki bjóða mér þetta...spurning um mannréttindadómstólinn..það er ekki til Bandalag þjófa og ræningja er það?.........ég lít þetta alvarlegum augum..

Gulli litli, 13.11.2009 kl. 14:52

5 Smámynd: SeeingRed

Hún er sígild setningin um að stelir þú litlu sértu í vondum málum, en góðum stelir þú milljörðum.

SeeingRed, 13.11.2009 kl. 14:59

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Leiddu þá í gildru.  Settu búslóð einhvers þér nákomins í stað þinnar búslóðar.  Ef þessir andstyggilegu þjófar stela þeirri búslóð, ertu kominn með sönnun þess að þeir eru að niðurlægja þig persónulega. 

Ein spurning;  Er dótið þitt alveg rosalega ljótt ?

 

Anna Einarsdóttir, 13.11.2009 kl. 15:04

7 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Anna:

Gulli okkar er með fullar hillur af gömlum soda stream tækjum innan um gömul fótanuddtæki sem eru í hillum með batteríslausum magaþjálfum.

Vill þetta einhver? Uhh...Nei.

S. Lúther Gestsson, 13.11.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skildu eftir miða til þeirra þar sem þú gefur þeim síðustu aðvörun!! Ef þeir taki ekki þitt dót næst þá verðir þú hoppandi galinn!!

Þetta er náttúrulega drullusokkaháttur af verstu gerð.

Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2009 kl. 17:24

9 Smámynd: Gulli litli

SeeingRed; Nákvæmlega....en það þarf að stela af virðingu.

Anna; Góð hugmynd með gildruna...og kannski hefur 18 tommu sjónvarpið sem ég erfði eftir mömmu mína 1997 þá tuttugu ára gamalt, eitthvað með niðurlægingu mína að gera...

S. Lúther; þú ert svvvvvooooooooooo 2007..

Hrönn; Ég dríf í þessu.....

Gulli litli, 13.11.2009 kl. 18:16

10 Smámynd: Brattur

Áttu ekkert Sodanuddtæki Gulli ?

Brattur, 13.11.2009 kl. 19:30

11 Smámynd: Gulli litli

Brattur; Nei bara fótanuddbumbubana....það er ekki það sem þú leitar að....?

Gulli litli, 13.11.2009 kl. 20:12

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fótastrím?

Brjánn Guðjónsson, 13.11.2009 kl. 23:14

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, pistill dagsins, þér hlýtur að hafa liðið mun betur á eftir, að hafa "létt" þessu dótaríi" af þér?!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.11.2009 kl. 23:27

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hvílíkt óréttlæti!

Rut Sumarliðadóttir, 20.11.2009 kl. 12:29

15 Smámynd: Gulli litli

Já elskurnar....hver lofaði svosem að lífið yrði sanngjarnt....

Gulli litli, 23.11.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband