Já, ég játa...

trommari ABBABrunkert, trommari ABBA dó fyrir stuttu. Þá fór ég í huga mínum að rifja upp að 1976 fékk ég í jólagjöf Bókina um Abba. Mamma gaf mér hana, ég held eingöngu til að hrekkja soninn. Þá var ég í þann veginn að uppgötva pönkið, Sex Pistol, Ramones og búinn að ganga í gegnum Kinks, The Beatles, Rolling Stones, Led Zepelin, Deep Purple, Slade og allann þann pakka. Stemningin var allavega þannig að Abba passaði ekki alveg inn í ímyndina á þeim tíma fyrir mig og mína vini. Móðir mín heitin hafði mikið dálæti á Öbbunum og hlustaði mikið, þannig að Abba tónlistin fór ekki fram hjá mér frekar en önnur vinsæl tónlist þess tíma. Móðir mín kenndi mér að meta ýmsa tónlist eins og Megas og Hörð Torfa sem upp úr 70 þótti ekki par fín músík og allir kepptust við að segja að Hörður væri hommi og Megas dópisti..Svo ég fari nú út í það sem ég ætlaði að skrifa um, þá gerist það árið 2006 að ég er að vinna freelance hjá fyrirtæki sem heitir Nortic Rentals a/s í Vejle. Þeir leigja út sviðsgræjur hljóð og ljós og sviðið sjálft. Sjá um tónleikaferðir hljómsveita. Bo sem er verkefnisstjóri kemur til mín og segir: ert þú til í að keyra fyrir mig vörubíll með græjurnar fyrir Status Quo í 2 mánuði Evróputúr sem endar á Írlandi? Ég rifjaði upp í skyndi þegar ég fór á tónleika með Status Quo sautjánhundruð og súr í Reiðhöllinni. Gildran hitaði upp og var sextíuogsjösinnum betri. Eftir þá umhugsun sagði ég nei takk. O.k. sagði Bo, þá keyrirðu fyrir mig Abba show um Skandinavíu í einn og hálfann mánuð. Ég sló til og keyrði Abba show um Danmörk, Svíþjóð og Noreg og hafði gaman af. Á fyrsta konsertinum uppgötvaði ég að ég kunni hvern Abba tón í öllum lögum og söng með allan tímann. Ég játa, mér finnst Abba lögin skemmtileg og fannst það líka á meðan á pönkinu stóð en þá var bara ekki hægt að segja það..

Gulli litli björnsogbennys... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Abba hefur selt meira en 370 milljónir platna og selur enn 3 milljónir á ári, svo ég hugsa að fleiri pönkarar en ég hlusti....

Gulli litli, 19.3.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Já, innst inni langar þig að safna hári, fara í glimmergalla og syngja "when I kissed the teacher"... Viðurkenndu það bara!

Sunna Guðlaugsdóttir, 19.3.2008 kl. 18:56

3 Smámynd: Gulli litli

í trúnaði þá var ég svolítið skotinn í Agnetu.

Gulli litli, 20.3.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband