Vefarinn mikli....

Þetta lag verður númer eitt á plötunni FÓLK FER sem kemur út um leið og einhver nennir. Þetta er svona hundleiðinlegt popplag í g dúr. Píkupopp af bestu tegund....Ef gítar er við höndina þá er bara að renna í vinnukonugripin og þau standa undir textanum!

 

Skelltu laginu á (lagið er í tónspilaranum)og lestu í leiðinni. Ekki gleyma að syngja með.

 

VEFARINN MIKLI

(systkini systkina minna)

 

Fremstur á ferð um ókunnar lendur

frægar eru þínar hendur

Í smart-fötum góðum frá í gær

fyrirgefðu , kemst ég nær

Eins og grískra guða siður

gríðarlega vaxinn niður

í augunum þínum sé ég eitt

að undir mér er ekki neitt

 

viðl.

 

Ertu systkini systkina minna ?

Sérð´ekki til okkar hinna ?

en ég aðeins vildi á mig minna

í einfeldni minni má ég kynna

mig fyrir þér

 

Allt sem almáttugur tekur

upp með kossi strax þú vekur

og allt þú gerir og allt þú tryggir

ef vantar hús, þá hús þú byggir

Allt sem fróðir þér reyna að færa

fyrir löngu ert búinn að læra

þeir heppnu fá að sjá þinn heim

og hlusta vel er þú kennir þeim

 

Listina þínir laga fingur

lifnar allt þegar þú syngur

Ef almúgann langar að yrkja brag

þú allan bætir og semur lag

Allur án þín minn hverfur kraftur

kemur strax er sé ég þig aftur

Síðan Davíð og drottinn földu sig

dísus kræst þá hef ég þig

 

7/10 2005. © ILLUG

em-g-am-c-d-em

viðl.g-d-em-c-bm-g-c-em-c-d-g

 

Þið kannist öll við týpuna. Öll komment vel þegin…góð og vond!

 

Gulli litli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kúlt! Ég mæli með þessu, Gulli minn.

Þorsteinn Briem, 25.4.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og gleðilegt sumar!

Þorsteinn Briem, 25.4.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Gulli litli

Takk ofur Steini og sömuleiðis gleðilegt sumar(á Íslandi, vræt)..

Gulli litli, 25.4.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég man eftir þessu lagi á þorrablótinu þar sem þú hitaðir upp fyrir okkur... híhíhí.

Ingvar Valgeirsson, 25.4.2008 kl. 20:10

5 identicon

skrifaðu mig niður fyrir einu eintaki af þessari plötu þegar hún kemur út  fínasta lang og fínt að söngla með.... verð svo að fara að koma mér í heimsókn, þetta gengur ekki ... kær kveðja, Stína

Stína (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:15

6 Smámynd: Gulli litli

Gaman af því Ingvar.....Takk Stína, þá er búið að selja eitt eintak!

Gulli litli, 25.4.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

flott lag tharna á ferdinni  verd ad næla mér í eintak af disknum thegar hann kemur út :) 

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:04

8 identicon

Ég á brennt eintak

Röggi (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:14

9 identicon

Kannski að Ojbara records ætti bara að gefa þetta út , það kostar sama og ekki neitt þegar upptökurnar eru til.

Það þarf að selja svona ca.150 eintök til að borga fyrir framleiðslu á 500 eintökum.

Röggi (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:20

10 Smámynd: Gulli litli

þá eru tvö seld!!!Nema Röggi brenni eintak handa Þóru Lísu? Góð hugmynd Röggi...

Gulli litli, 27.4.2008 kl. 08:34

11 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

ú ú, já líst vel á ykkuf núna!

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 27.4.2008 kl. 09:58

12 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Hlakka til að heyra!!!!

Guðni Már Henningsson, 27.4.2008 kl. 14:48

13 Smámynd: Gulli litli

Guðni Már, þú getur heyrt í tónspilaranum núna...

Gulli litli, 28.4.2008 kl. 07:31

14 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Ótrúlega flott!

Ef Röggi nennir ekki ad brenna handa öllum, tha geri eg thad gjarnan fyrir vægt gjald....

Sunna Guðlaugsdóttir, 29.4.2008 kl. 12:19

15 Smámynd: Gulli litli

Laufey Sunna!  IIIIIIIIIIIIIINNNNNNNNNNN!

Gulli litli, 29.4.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband