Er á móti, en....

Ég er alltaf á móti dauðarefsingum og tel að við höfum ekki rétt til að taka líf annara. En...einu skiptin sem dauðarefsingar koma upp í huga mér er einmitt í svona málum. Að nauðga barni er audvitad audvirdulegasti og aumasti glæpur sem hægt er að fremja og ég neita því ekki að ég verð oft hugsi um dauðarefsingar er fjallad er um svona mál.......en samt á móti...


mbl.is Ekki dauðasök að nauðga barni samkvæmt Hæstarétt Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rape is without doubt deserving of serious punishment; but in terms of moral depravity and of the injury to the person and to the public, it does not compare with murder, which does involve the unjustified taking of human life. . . . The murderer kills; the rapist, if no more than that, does not. Life is over for the victim of the murderer; for the rape victim, life may not be nearly so happy as it was, but it is not over and normally is not beyond all repair. We have the abiding conviction that the death penalty, which is unique in its severity and irrevocability, is an excessive penalty for the rapist who, as such, does not take human life.

Supreme Court of the United States (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Gulli litli

Mér finnst það alvarlegri glæpur að nauðga börnum en t.d. að deyða fullorðinn mann án þess að ég ætli að fara að flokka glæpi. Allt sem gert er á annarra hlut er alvarlegt að sjálfsögdu. En börn eru algerlega varnarlaus og vid krefjumst þess af þeim ad þau treysti fullordnu fólki. Mörgum sem hafa ordid fyrir svona reynslu, sem fórnarlamb, hefur reynst mjög erfitt að fóta sig í lífinu og það endar oft með ótímabærum dauða.....eins og ég segi þá er ég á móti dauðarefsingum en vidurkenni að mér skrikar hugur þegar kemur ad svona málum..því þad má til sanns vegar færa ad gerandinn taki annad líf..

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Sigurjón

Segðu mér: Er alvarlegri glæpur að drepa fullorðna manneskju sem er lömuð fyrir neðan háls og því ófær um að verja sig, eða að drepa fullfrískan karlmann á fertugsaldri?  Hvers ert þú umkominn að vega og meta hvor er alvarlegri glæpur?  Á hvaða forsendum segir þú að þér finnist það alvarlegri glæpur að nauðga börnum en að drepa fullorðna manneskju?

Ef barn, sem nauðgað hefur verið og fremur sjálfsmorð, deyr þar með ótímabærum dauða, deyr þá fullorðin manneskja á fertugsaldri, sem drepinn er heima í stofu, tímabærum dauða?

Sigurjón, 26.6.2008 kl. 02:02

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Hafa þarf í huga að Bandaríkin eru með  'common law' lagakerfi, sem þýðir að dómafordæmi hafa ákveðið lagagildi.

Ef dauðarefsingum verður beitt gegn fleiri glæpum en mannsmorði er komið fordæmi um að víkka megi út beitingu dauðarefsinga og það vill dómstóllinnn ekki. Það myndi ég ekki heldur vilja.

Dómstólar, og sérstaklega í löndum þar sem dómar hafa fordæmisgildi, þurfa alltaf að hugsa út fyrir málið sem þeir eru að dæma að þessu leiti. Þeir eru að setja fordæmi fyrir framtíðina... 

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.6.2008 kl. 02:11

5 Smámynd: Gulli litli

Ég segi MÉR FINNST, en segi jafnframt ad allir glæpir séu alvarlegir. Þad er bara alvarlegt Þegar fórnarlamb getur ekki borid hönd yfir höfud sér. Ég segi jafnframt ad ég ætli ekki ad flokka glæpi en er ad vidurkenna ad ég svigni í sannfæringunni gegn daudarefsingu. Ef Þú átt börn Þá veistu nákvæmlega hvad ég er ad tala um..

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 02:11

6 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég skil samt algerlega hvað þú ert að fara... Enda er ég mamma.

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.6.2008 kl. 02:14

7 Smámynd: Gulli litli

Takk fyrir ykkar innlegg Sigurjón og Adalheidur. Ég veit ad ég læt tilfinningar frekar en skynsemi ráda för í pælingum Þessum..

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 02:15

8 Smámynd: Sigurjón

Þakka þér sömuleiðis.  Nú á ég ekki börn (segi alltaf að börnin mín séu heppin að vera ekki til), en það er einmitt mergurinn málsins: Dómstólar geta ekki dæmt eftir tilfinningum.  Nú eiga vafalaust flestir dómaranna þarna börn, en það kemur bara málinu hreint ekkert við.

Sigurjón, 26.6.2008 kl. 02:20

9 Smámynd: Gulli litli

Mergur málsins er ad ég er á móti daudarefsingum en er ad vidurkenna smá veilu..

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 02:31

10 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég er alfarið á móti dauðarefsingum sama hver glæpurinn er, en það mætti þyngja marga dómana hér á landi. Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 02:37

11 Smámynd: Gulli litli

Ég er Það líka ég var bara aðeins að leifa hjartanu að taka yfir...

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 02:55

12 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Fyrir utan að vera alfarið á móti dauðarefsingum þá vil ég benda á eitt. Ef refsing er sú sama fyrir að nauðga barni og nauðga því og drepa það, er ekki líklegt að níðingurinn myndi frekar drepa barnið að loknum verknaðinum til að losa sig við vitni ef hann á von á dauðarefsingu hvort sem er? Nauðgun á barni er auðvitað ógeðsleg en nauðgun og dráp á barni hlýtur að vera miklu verra.

Guðmundur Auðunsson, 26.6.2008 kl. 11:31

13 Smámynd: Gulli litli

Já ég búinn að margsegja það og höfuðið er sammála, þetta er bara tilfinningasemi....

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 13:29

14 Smámynd: Brattur

Gulli, ég tek undir öll þín orð í þessari færslu... er á móti dauðarefsingu almennt... en mikið svakalega getur maður orðið reiður þegar níðst er á börnum... og þá hugsar maður einmitt... sá sem misnotar barn, hrottalega... hann á ekkert annað skilið en að deyja...

Brattur, 26.6.2008 kl. 22:26

15 Smámynd: Gulli litli

Þakka Þér fyrir Brattur..

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 23:26

16 Smámynd: Gulli litli

Kannski á svar Jóns Hreggviðsonar við hér; "Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann"

Gulli litli, 27.6.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband