Fram og aftur í tíma....

Það er mikið í umræðunni þessa dagana að hrun efnahagslífsins muni færa okkur 30 til 40 ár aftur í tíman. En er það slæmt? Skoðum þetta aðeins betur. Ég er þeirrar skoðunar að við höfum aðeins misst sjónar af því hvar peningar verða raunvörulega til. Upp er vaxin kynslóð sem virkilega trúir að peningar verði til í bönkum og við að endurskipuleggja fyrirtæki, sameina eða sundra og býtta á bréfum. Lítum nú ca þrjátíu ár aftur í tíman. Þar sem nú stendur verðugur minnisvarði Mammons, Seðlabanki Íslands, stóð Sænska frystihúsið. Þar vann fjöldi fólks og bjó til verðmæti. Raunvöruleg verðmæti. Ekki ætla ég að leggja neina fæð að starfið sem unnið er í Seðlabankanum. Man fólk enn eftir starfseminni sem fram fór á Kirkjusandi? Þar stendur nú Glitnir eða Íslandsbanki (eða hvað þetta heitir nú), eins og stelpan sem starir á hafið. Þar voru áður búin til verðmæti af fólki, í frystihúsi sem að mig minnir Tryggvi Ófeigsson byggði upp(kannski görótt minni sem einhver leiðréttir þá) og hélt uppi atvinnu. Nú mæli ég með að við breytum fjármálahöllunum í frystihús aftur og skellum útrásarvíkingunum í snyrtingu og pökkun..........Og nú spyr ég; er nútíminn ekki bara trunta?

Gulli litli bjargvættur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú... nútíminn er soldil trunta. Mér líst vel á þessa hugmynd hjá þér. Nú er fiskur aftur orðinn verðmæt skiptimynt.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Guð býr í gaddavírnum amma!

Rut Sumarliðadóttir, 24.9.2009 kl. 13:24

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já og Gjaldheimtunni, amma

Brjánn Guðjónsson, 24.9.2009 kl. 15:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2009 kl. 00:00

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bakka upp Bjargvættinn !

Auddað er etta bara dona ...

Steingrímur Helgason, 25.9.2009 kl. 22:46

6 identicon

Ertekki að fara að koma drengur ???

Röggi (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 15:31

7 Smámynd: Gulli litli

Takk fyrir ykkar innlegg kæru vinir.....Röggi....2 okt.

Gulli litli, 26.9.2009 kl. 19:21

8 identicon

Ég verð í Reykjavík þá helgi sláðu á þráðinn 691 6861

Röggi (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband