Færsluflokkur: Menning og listir
Um Júdas hefur verið mikið skrifað og rætt og ekki hefur karlinn alltaf farið vel út úr þeim umræðum. Almennt talin svikari og skúrkur. Þó hafa síðustu ár komið fram kenningar um að kannski hafi Júdas ekki verið svo slæmur eftir allt. Mönnum hefur dottið í hug að hann hafi verið að framfylgja nákvæmlega því sem Jesú sagði honum að gera. Hvað um það, Júdas er samnefnari yfir svikara hvort sem hann á inni fyrir því eður ei. Hvað væri Júdas að gera ef hann væri á markaðnum í dag? Miðað við myndina sem okkur hefur verið gefin er ekki líklegt að hann starfi sem sjálfboðaliði hjá mæðrastyrksnefnd, er það? Í Kassagerðinni? Nei, ég held ekki. Í mínum pælingum væri hann lögfræðingur..... Það er auðvitað flestir lögmenn góðir menn en orðspor þeirra yfirleitt á svipuðum nótum og orðspor Júdasar...
JÚDAS LÖGFRÆÐINGUR
MESSÍAS VAR AÐ MÖNDLI SÍNU
AÐ MÁLA KROSSINN SINN RAUÐA
MEÐ SANDPAPPÍR FÍNAN OG FÚAVÖRN
SVO FLOTTAN AÐ GERA KAUÐA
Á BÍLASTÆÐI VIÐ BARÓNSSTÍG
BARÐI HANN RYÐ AF SAUMUM
Í HÚSASMIÐJUNNI HEFIL FÉKK
SEM HENTAÐI LÚKUNUM AUMUM
MEÐ CAMELPAKKA OG COKE Í DÓS
KARLINN VAR HÁLFPARTINN ÞUNNUR
ÞVÍ LÆRISVEINAR OG LALLI DJÓNS
OG LÉTTKLÆDDAR FRAKKAR NUNNUR
SEM DÖNSUÐU Í GÆR Í VEISLUNNI VILLT
VITRINGABREIK AF NATNI
HANN Í FÁTI BREYTTI Í BRENNIVÍN
BLINDFULLRI FÖTU AF VATNI
EN JÚDAS LÉK VIÐ LITLA FINGUR
LEYFIÐ BÖRNUM AÐ KOMA TIL MÍN
ÉG BÆTA VIL MITT BESTA TRIX
OG BLINDUM AÐ GEFA SÝN
EN MESSÍAS MÆLTI TRIKKIÐ Á ÉG
OG MAÐUR ÆTTI EKKI STELA
EN JÚDAS KYSSTI Á ENNIÐ KALT
HEY KIPPIÐ BURT ÞESSUM DELA
Í STEININUM HAFÐI SOFIÐ Í NÓTT
SILFRIÐ VAR JÚDASAR NÚNA
EN FÉLAGARNIR HJÁ FÓGETA
SEM FENGIÐ LOKS HÖFÐU TRÚNA
OG LAUSUM SLEPPTU GEGN SKILORÐI
EF SEKTINA MYNDI HANN GREIÐA
OG SEKTINA GREIDDI EINHVER ÚTGERÐA-GAUR
MEÐ GÍRÓI NORÐAN HEIÐA
19/10 2005 -28/10.05. © ILLUG
e7-g-f-e7-fism-bm-d-e7
Lagið er í spilaranum hér við hliðina. Gítarhljómar og allt. Reynið að hafa skoðun á því sem hér stendur.............
Gulli litli svikahrappur...
Menning og listir | 6.7.2008 | 18:14 (breytt kl. 18:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)