Gott lyf við heimsku.....

Um þessar mundir sit ég tölvunámskeið(eða stend allt eftir því hvernig ég er í bakinu). Það eitt og sér er ekki í frásögur færandi, nema hugsanlega sú bjartsýni að halda að ég geti lært eitthvað. En ég meina, það er til fullt af fólki sem heldur að meðal Jóninn geti borgað Icesave...þannig að ég á mér kannski von. En ég ætlaði ekki nema að litlu leiti að tala um gáfur mínar, því þær skíra sig sjálfar. Þannig er að ég er áhugasamur um fólk og eðli þess. Fyrstu kynni segja oft mikið um persónur og viðhorf þeirra til lífsins. Mér finnst Danir sérstaklega áhugaverðir sökum þess hve opnir þeir eru og yfirleitt með góðan húmorískan sans. Á þessu tölvunámskeiði kynntist ég einum góðum. Fyrsta daginn var enginn í tölvunni við hliðina á mér. Ég veitti því enga sérstaka athygli og hélt að það væri bara króníska Skagfirska fjósa og fiskifýlan sem hefur fylgt mér frá barnæsku, eða að það stæði utan á mér að ég skuldaði í Icesave og væri glæpamaður að upplagi. En á degi tvö vogaði sér ungur maður í stólinn við hliðina á mér. Hann með þennan skemmtilega danska stíl að koma beint að efninu sagði strax; "ég heiti Lars og ég er heilaskaðaður". Ha? Nú? sagði ég eins og fálki...en náði svo að ropa út úr mér..ja ég heiti Gulli litli og ég er bara fæddur svona..."já en ég hef pappír upp á það...en þú? hefur þú einhverja afsökun?" sagði þessi nýji danski vinur minn þá og við auðvitað sprungum úr hlátri. Góð og skemmtileg viðkynning þarna. Svo fræddi hann mig á því að hann hefði fyrir mörgum árum lent í slysi og hefði bevís upp á að hann væri heilaskaðaður eftir það en hann fyndi enga breytingu...það hafi líklega ekki verið mikið fyrir til að skaða....skilaboð dagsins hjá dr. Gulla litla; Við eigum ekki að taka okkur allt of alvarlega.....Þetta gera þá 8 þús. krónur...takk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fyrir 13 árum lenti ég í rangri meðferð á spítala á Akranesi þannig að sykur og sölt rugluðust allrækilega í blóðinu á mér með þeim afleiðingum að ég fékk bjúg, alls 15 kíló.  Bjúgurinn settist alls staðar, líka í hausinn.  Ég var þá flutt til Reykjavíkur í sírenusjúkrabíl og sett á gjörgæslu.  Læknirinn sem tók á móti mér spurði mig hvaða dagur væri, hvaða mánuður og hvaða ár og ég vissi ekki svar við neinu af því.  Þá spurði hann mig að nafni....... og ég vissi það ekki.    En ég hef komist að því síðan. 

Nú veistu af hverju ég er eins og ég er....... og ég hef afsökun.   

Anna Einarsdóttir, 11.1.2010 kl. 12:27

2 Smámynd: Gulli litli

Anna; Já þú hefur afsökun....ég er bara þunnur að eðlisfari og dna...og ég hef aldrei ferðast í sírenusjúkrabíl......þú ert alveg merkilega heil verð ég að segja svona allavega úr fjarlægð....

Gulli litli, 11.1.2010 kl. 14:50

3 Smámynd: Brattur

8 þúsund kall... ég ætla að hætta að reykja í viku, þá á ég fyrir þessu... nei annars... ég reyki ekki svo ég á ekki fyrir þessu... VISA eða EURO ?

Brattur, 11.1.2010 kl. 19:34

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Er boðið upp á ztrjálgreiðzlur ?

Steingrímur Helgason, 11.1.2010 kl. 22:48

5 Smámynd: Brattur

Eða kannski endurgreiðslur... ég á 1 önd í frystinum... (gúmmíönd )

Brattur, 11.1.2010 kl. 23:24

6 Smámynd: Gulli litli

Brattur; Ég vil ekki hafa það á samviskunni að þú hættir að reykja. Þú borgar bara seinna, nú eða afkom(gúmmí)endur þínir..

Zteingrímur; Ztrjálgreiðslur hljómar eins og lag...

Gulli litli, 12.1.2010 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband