Gulli litli......risinn.

Þar sem ég er orðinn embættismaður hjá hinu opinbera feta ég varlega slóð bloggsins. Nú er svo komið að ég get ekki leyft mér, stöðu minnar vegna að láta eins og fáviti. Það er bara þannig að embættum hins opinbera fylgja miklar skyldur og afar mikil ábyrgð. Allt sem maður segir og gerir er snúið upp í andhverfu sína, rangtúlkað í fjölmiðlum og maður er látinn líta afar illa út. Borgararnir hafa sína skoðun á manni og láta hana óspart í ljós. Endalaus veisluhöld, 1944 og pylsa með öllu á Hlemmi. Já mikil er ábyrgð mín....sem strætóbílstjóri.

 

 

"Ég er opinber starfsmaður" er pikkuplína dagsins. Gulli litli er og verður risinn.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heill og sæll Gulli, upprisa þín er sannarlega mikið gleði efni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.12.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En það eru mannréttindi að fá að láta eins og fáviti.  Þú ert að afsala þér mannréttindum. 

Anna Einarsdóttir, 7.12.2010 kl. 23:54

3 Smámynd: Gulli litli

Axel; takk fyrir það.....það er gleðiefni að koma til baka.

Anna; ég reyni að finna einhverja leið til að lifa með þessu... 

Gulli litli, 8.12.2010 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband