Það er búið að sanna tilveru jólasveinsins....

Það  er komin óyggjandi sönnun þess að jólasveinar eru til. Ég hef auðvitað alltaf vitað það en neita því ekki að eftir að ég náði fertugsaldrinum tók ég mjög að efast. Þær voru svosem ekkert á vísindalegum grunni byggðar þessar efasemdir mínar. Þegar ég náði þeim merka áfanga í lífinu að verða fertugur, en einmitt á svoleiðis tímamótum lítur maður stundum um öxl, komst ég að því að ég hafði ekki fengið í skóinn síðan árið sem mamma dó! "Og hvað?" kynni þá einhver meðalgreindur einstaklingur að hugsa en vitið þið hvað, efasemdafræi hafði verið sáð í litla sál í litlum manni...Ég tók nú mjög að efast.....en sökum þess hve illa ég hafði hagað mér á þessum árum, þorði ég ekki að kvarta opinberlega. En hafði nagandi samviskubit yfir hlutum eins og að fara seint að sofa og stríða yfirmanninum og svona...æi þið vitið hvað óþekktarormar gera. Öll hafið þið sjálfsagt átt svona efasemdatímabil í lífi ykkar....eða ég vona að ég sé ekki sá eini. En nú veit ég að jólasveinninn er til. Dóttir mín sagði nefnilega við ömmu sína; "ég veit að jólasveinar eru til". Nú sagði amma. ;"já, ég veit að mamma myndi aldrei nenna að vakna til að setja skóinn!". Þar hafið þið það! Hann er til! 

 

Gulli litli er sannfærður! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú set ég skóinn út í glugga og fer að sofa. 

Anna Einarsdóttir, 12.12.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Gulli litli

Þetta er hárrétt athugað hjá þér Anna...þegar maður er viss.

Gulli litli, 13.12.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband