Tundur...

Gnauðar vindur kalt, golan nístir merginn inn

grætur sál þín sárt, þú svikinn ert um tilganginn

 

Um löngu liðna tíð að barni leiðist hugur þinn

lék sér frítt og frjálst, í draumi ertu hugfanginn

 

O hér ég er

o hér ég er

 

Ég græt nú vegna þín, græt nú líkt og aðrir menn

sem gefin er sú von að biðin sé á enda senn

 

O hér ég er

o hér ég er

 

Þú segist hafa kjark, í sigti hafa óvininn

Að skjót´ann er það lausn, stólpi undir heimsfriðinn?

 

Úr æsku hvíslar rödd, í eyrun hrópar samviskan

af afli finnur þig, óttasleginn lamaðan

 

O, hér ég bíð

o, hver vinnur stríð?

 

Maðurinn í sigtinu mundar vopn að þér

mátturinn í skotinu, líf þitt hverfur mér

 

Drýp ég höfði sár, dauðinn sendi vondan koss

dýrðleg minning þín, letruð öll á lítinn kross

 

O hér ég bíð

o hver vinnur stríð?

 

Sagan öll hún er, önnur upphaf fær

er eitthvað betra í dag, betra en í gær?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband