Bonderøv, Bodil og annað fjör....

Jæja þá er rúmlegavísitöluvolvofjölskyldan flutt að Hemmed Kær 1 í Bönnerup town. Sannaðist enn og aftur hið fornkveðna að "enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur". Eftir að hafa búið innan um fjallháar stæður af kössum, andardrátt hvers annars oní hvers annars hálsmál sökum þrengsla, held ég að ég geti fullyrt að allir hjálpuðu til með bros á vör. Það sást jafnvel til fjölskyldumeðlima hlaupa við fót með kassa eða borðstofusett. Húsið er eins og snýtt út úr rómantískri ástarsögu svo að Theresa Charles og Bodil Fossberg samanlagt meiga sín lítils. Næstu daga vera birtar spennandi lýsingar af lífinu í "Bonderöv" og bið ég fólk að láta slíkt og annað eins ekki fram hjá sér fara...

 

Gulli litli Charles 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja húsið ykkar elsku kæra fólk !!!!!!!!!!

Og nú sannaðist aftur hið fornkveðna að ef maður hefur einu sinni búið á Skagaströnd þá skal maður alltaf búa á skagaströnd !!!!!!!!!! hvar sem maður er staddur í heiminum :)

Ástarkveðjur frá okkur öllum.

Röggi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Gulli litli

Takk Røggi og co. Tid munid ad okkar hús er alltaf ykkar líka...Jå Skagastønd er målid. Hallbjørn frå New York hljómar ekki sannfærandi frekar en Gulli litli í Berlín!! Skagastrønd er kúladara eins og Hugin segir.....

Gulli litli, 5.2.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Gulli litli

Huginn åtti tetta audvitad ad vera.

Gulli litli, 5.2.2008 kl. 22:06

4 identicon

Kormákur segir líka að mamma hans búi til vondar Hrækjur (Rækjur)

Röggi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband