Ég hef verið mjög á rómantísku nótunum í vali mínu á lestrarefni þessa dagana. Og þó. Ég hef verið að lesa um Höllu og Heiðarbýlið eftir Jón Trausta (Guðmund Magnússon). Að vísu ástarsaga en fyrst og síðast greinargóð lýsing á kotlífinu í kringum þar síðustu aldamót. Þar eru ekki allar lýsingar fagrar. Allir vita hvernig stórbændur og prestar fóru með fólk á þessum árum. Í sögunni er stungið á öll kýli mannlegrar hegðunar og held ég að hér sé á ferðinni holl lesning fyrir alsnægtasamfélag okkar daga. Snobb, ráðríki, mannvonska og stéttaskipting! Eru þetta ekki okkar helstu vandamál í dag?
Gulli agnarlitli...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.