Drög að sjálfsmorði....með vísitölu Volvo.

164 010Gulli litli svalaði bíladellunni með því að kaupa sér vísitölu Volvo. Þessi bíll var alveg splunkunýr árið 1971. En hann er eiginlega splunkunýr ennþá. Þetta var svona "Rollsinn" hjá Volvo á sínum tíma og þegar ég var lítill (minni) voru þeir kallaðir "Tigerinn". Á þessum tíma var þetta eini týpan  frá Volvo sem hafði 6 zyl B 30 vél en flestir voru með þessa dæmigerðu 4 zyl B 18 og B 20 vélar (þessi fróðleiksmoli var í boði bílgreinasambandsins) sem Ameríkönum þótti auðvitað ekki nóg. Þessi týpa var sem sagt ætluð ameríkíumarkaði. Þeim Evrópubúum sem varð á að kaupa þessa bíla hentu sér allir í sjóinn skilst mér á föður mínum! Ég fer að sækja gripinn til Gautaborgar næstu helgi með ferju og nú er bara að sjá hvort ég hendi mér í hafið eftir að hafa eignast safngripinn!

 

 

Gulli heitinn Hjaltason 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gulli, ég vona að Hjalti Skaftason hafi verið að ýkja, þín vegna.

Samt til hamingju með þinn Volvo, eða þannig. Hvað er ég að segja?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Gulli litli

Axel, það að menn hafi hent sér í sjóinn við að eignast svona bíl þýðir einfaldlega að Hjalti hafði aldrei efni á að kaupa svona bíl!

Gulli litli, 15.4.2008 kl. 16:03

3 identicon

Til lukku með Volvoinn, virðist á myndinni hin glæsilegasta kerra :)

kær kveðja í bæinn

Stína (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Gulli litli

Takk Stína, sömuleidis kvedja til baka!

Gulli litli, 15.4.2008 kl. 20:21

5 identicon

Flott stefnuljós !!!!! 

Röggi (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Gulli litli

Hvoru megin?

Gulli litli, 15.4.2008 kl. 20:42

7 identicon

að framan !

Röggi (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:25

8 identicon

Á skepnum ei höfum miklar mætur

eitt þó vitum við

hestar hafa fjórar fætur

tvo á hvorri hlið.

Röggi (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:28

9 Smámynd: Gulli litli

SNILLDAR SVAR!!!!!

Gulli litli, 15.4.2008 kl. 22:37

10 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

til hamingju med glæsikerruna ..snidugur ertu ad sækja thetta til svíthjódar, thad er allt svo ódýrt thar....allavega midad vid okurríkid hér fyrir nordan

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:56

11 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

p.s... setja á minnislistann: taka med björgunarvesti, svona just in case ef thú skyldir enda í sjónum 

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:59

12 Smámynd: Gulli litli

Jå, thad er mikid ódýrara í landi Olavs Palmes. Og ég æfi sundtökin,,,,,beyja, kreppa út og ad og svo framvegis....

Gulli litli, 16.4.2008 kl. 01:25

13 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég öfunda þig...mig hefur alltaf langað í svona bíl eða Benz 600! Ef þú sérð annan svona, lattu mig vita....

Guðni Már Henningsson, 16.4.2008 kl. 21:07

14 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Fæ smá heimþrá til Lundar þegar ég sé sænska númerið...

Guðni Már Henningsson, 16.4.2008 kl. 21:07

15 Smámynd: Gulli litli

Ég skal finna med thér bíl, ekki málid, er reyndar ad verda sérfrædingur á ad finna thennann! Komdu bara í kaffi....

Gulli litli, 16.4.2008 kl. 21:59

16 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

til hamingju med vísitölukerruna

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 19.4.2008 kl. 12:06

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar ég fékk bílprófið, 17 ára gamall, keypti ég Ford Fairlane módel 1957, sem habbði verið leigubíll á Akureyri. Það var sko drossía í lagi. Ja, reyndar var hún ekki alveg í lagi en það var allt í lagi.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 12:43

18 Smámynd: Gulli litli

Þóra Lísa takk og Steini ég átti líka Ford Fairlane 500 ´57 ,,,,frábærir bílar!

Gulli litli, 19.4.2008 kl. 17:00

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki nokkur spurning! Miklir (erin)drekar og gat verið erfitt að hitta á brýr í sveitum.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband