hjónunum núna. Ástæðan er ekki grái fiðringurinn eða einhver ólyfjan, nei. Ástæðan eru dagblöð og mikið af nýju lestraefni frá Íslandi. Ekki svo að skilja að okkur hafi leiðst í rúminu fyrir íslenska lesefnið, en svona á annan hátt gleðjumst við og er það fullkomin viðbót við gleðina sem var í rúminu fyrir. Burðarmenn gleðitíðindanna voru svo pabbi minn og spúsa hans(daglega kölluð amma rock). Þau heiðruðu okkur með nærveru sinni nú á dögunum og ætla að gera það eitthvað áfram. Eins og fyrr segir komu þau færandi hendi, hlaðin bókum, blöðum og íslensku góðgæti svo að verulegur fengur er í.
Gulli litli dónalegi....
Athugasemdir
Þér hlítur að liða eins og útigangsmanni þegar þú vaknar undir dagblaðahrúgunni á morgnana.
Röggi (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:28
Nei, mér líður eins og Óla blaðasala á góðum degi....
Gulli litli, 14.5.2008 kl. 16:40
Dugar mogginn???????
Guðni Már Henningsson, 14.5.2008 kl. 19:46
Mogginn er góð viðbót við gott líf....
Gulli litli, 14.5.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.