Nágrannar okkar eru á leið til Íslands í fyrsta sinn. Eins og allir sannir Danir er málið búið að vera í skipulagningu og undirbúningi í mörg ár. Það kom mér hinsvegar ekkert á óvart þegar þurfti að kalla til hjartabílinn frá Falck til þeirra þegar þau heyrðu verðin á Fróni(ýkjur auðvitað). Bjór með sama kílóaverð og kókaín í öðrum venjulegri löndum, kjúklingur bara fyrir sterkustu fjárfesta, bílaleigur og hótel er ódýrara að kaupa með manni og mús og annað í þessum dúr. Þeim var allavega ljóst að þeirra danski en annars ágæti fjárhagur, myndi volgna undir Íslandsreisunni. Þau leituðu til okkar með vandræði sín eða réttara sagt hin danska eðlislæga sparsemi sagði þeim að hér mætti spara peninga. Þau eru semsagt að leita að íslendingum sem eru til í að skipta á bíl og húsi á Íslandi fyrir bíl og hús í Danmörku svona ca 10 daga í sumar. Húsið þeirra er svona 2 til 300 fm, "nedlagt landbrug" í mikilli náttúrufegurð og 1 km frá baðströnd og nokkrir km til Djurs Sommerland sem er risa fjölskildugarður. Svo auðvitað eðal nágrannar, Gulli litli og hans fallega fjölskilda. Þau eru mikið sómafólk á sextugsaldri, það er að segja nágrannarnir, og þau gera að sjálfsögðu þá einföldu kröfu að það verði fólk sem kann að umgangast hluti af virðingu, sem kemur í þeirra hús. Þeim er nokkuð sama hvar húsið er á Íslandi. Hafið samband við Gulla litla..................
Flokkur: Bloggar | 17.5.2008 | 12:21 (breytt 19.5.2008 kl. 19:07) | Facebook
Athugasemdir
hæ hvenær eru þau að hugsa um að koma hingað ????
Haddý (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 07:32
Veit ekki alveg nákvæmlega ennþá en ég læt vita um leið...
Gulli litli, 19.5.2008 kl. 08:29
hmm.. thetta er snidugir nágrannar, afhverju hefur manni ekki dottid thetta í hug ádur. madur gæti verid búin ad spara fleiri thúsundkallana í hótelkostnadi
Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 19.5.2008 kl. 11:50
einmitt brilljant hugmynd...
Gulli litli, 19.5.2008 kl. 12:30
Hæ hæ og kvitt kvitt...eru þau ekki bara game á Skagaströnd og vera með eina sjoppu í leiðinni í fríinu:) Geta skroppið eitthvað pínu hér í kring, Varmahlíð, Hóla í Hjalatadal, Kálshamarsvík og svona eitthvað meira nálægt!!! Þetta er snildarhugmynd hjá þessum grönnum. Kveðja úr sveitasælunni Skagaströnd, Aðalheiður og Róbert
Aðalheiður og Róbert (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:14
Adalheidur og Robert gaman ad sjá ykkur hér, thau eru ørugglega til í ad skifta vid ykkur en med sjoppuna er ég ekki viss....Ykkur er líka velkomid ad gista hjá okkur, thid vitid thad....Hafid samband... illugh@gmail.com
Gulli litli, 19.5.2008 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.