Mér verður stundum hugsað til þess hversu ólíkar þjóðir Danir og íslendingar eru þrátt fyrir skyldleikann. Danir opnir og skipulagðir en íslendingum skellt aftur og skipulag er eitthvað sem útlendingar nota. Þegar ég byrjaði að vinna hjá NRS a/s kom Michael vinnufélagi minn til mín og kynnti sig svona; "Komdu sæll, ég heiti Michael og ég er að skilja við konuna mína". Síðan hef ég þurft að leggja mat á allar hans kærustur sem hann hefur eignast í gegnum veraldarvefinn. Ég hef sinnt þessum skyldum mínum samviskusamlega og bara hlegið svona inní mér. Ég er þannig gerður að mér finnst mér ekkert varða um hvað vinnufélagarnir gera hvorki í rúminu né annars staðar. Það nýjasta hjá þessum vinnufélaga sagði hann mér nú á dögunum. Ég var í mínum vanalegu stellingum að þykjast vinna er Michael kemur og segir við mig "jæja, nú er ég að fara að láta taka mig úr sambandi á morgun". Ég renndi yfir í huganum hvort ég hefði borið upp spurninguna; Michael, ætlar þú ekki að fara að vana þig? Nei, ég hafði ekki rætt það neitt sérstalega við hann. "Nú" segi ég og bæti svo við "er það nú tímabært, 33 ára maðurinn og átt bara eitt barn?" Hann hélt það nú, hann ætlaði sko ekki að láta fleiri kellingar ná sér! (N.B. þetta eru hans orð ekki hins hófssama Gulla litla.) Ég velti því oft fyrir mér hvað veldur því að menn fara svona á trúnó við mig. Er ég eins og guð í framan eins og Þorbergur Þórðarson var gjarnan er hann þurfti á trúnaði Heggu litlu að halda? Eða eru Danir bara svona opnir?
Flokkur: Bloggar | 5.7.2008 | 09:43 (breytt 6.7.2008 kl. 13:06) | Facebook
Athugasemdir
... ég skal segja þér Gulli, að einu sinni... neeeeiiii... bara að grínast...
...ég er sammála þér, getur verið ofsalega neyðarlegt þegar fólk, nánast ókunnugt, fer að segja einhverjar prívat sögur af sér... eitthvað sem manni langar bara alls ekki að heyra...
... en kannski ertu bara svona góður "hlustari"... hmm?
Brattur, 5.7.2008 kl. 11:20
Ég veit alveg hvað þetta er,það eru þessi ómótstæðilegur selsaugu sem gerir það að verkum að fólkið hænist að þér,kveðja.
Gaflarinn.net (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:20
Ég er sammála því að getur verið pínlegt að hlusta á fólk segja af sjálfu sér það sem maður vill ekki heyra.
Í fyrra var ég að fara norður. Ég var einn með honum Bangsa mínum og stoppaði á bílastæðinu undir Esjunni til að láta Bangsa létta á sér. Þá kemur að mér kona og spyr hvort ég sé nokkuð á leið upp á Akranes? Nei ég var nú ekki beinlínis á leiðinni þangað en ef henni vanti far þá breyti það mig engu að fara vestan við Akrafjallið að þessu sinni. Þegar Bangsi hafði lokið sínum erindum settumst við öll upp í bílinn og ókum sem leið liggur upp á Skaga.
Ekki var bíllinn kominn í gang þegar konan hefur upp raust sína og byrjar á eintali sem stóð óslitið alla leiðina. Ég náði aldrei að skjóta inn orði, hafði líka lítinn áhuga. Og þegar upp á Skaga kom var það örugglega fátt sem ég vissi ekki um hennar hagi, heilsu, fjárhag og kynlíf já .....bókstaflega allt.
Mér leið verulega illa og sem betur fer var leiðin ekki lengri því ég var kominn á fremsta hlunn að stoppa og vísa henni út úr bílnum.
Ég hef ekki tekið upp puttalyng síðan.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2008 kl. 12:53
Kannski ert þetta bara þú, svona opinn og bjarteygður. Fólk bara stenst ekki mátið og opnar sig skipulega fyrir þér :)
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.7.2008 kl. 14:14
Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta er, en þetta kemur spánskt fyrir sjónir mínar sem hægur og rólegur sveitadrengur. En á köflum er þetta líka skemmtilegt. Það kannast líka allir við þetta....
Gulli litli, 5.7.2008 kl. 19:04
Mér finnst þú svona meira út í Jóhannes skírara í framan... en bentu þessum félaga á bloggið, þá séríslensku aðferð til að tjá sig, ekki fyrir framan neinn heldur alla!!
Guðni Már Henningsson, 5.7.2008 kl. 19:45
Góð hugmynd Guðni........Það sem Jóhnnes skírari er nú fallegur maður
Gulli litli, 5.7.2008 kl. 20:27
Mér finnst þú svolítið eins og Megas í framan..
Sunna Guðlaugsdóttir, 5.7.2008 kl. 21:24
Megas er líka fallegur........
Gulli litli, 5.7.2008 kl. 21:54
Eftir að hafa hlegið dátt að færslunni þinni Gulli, fór ég að lesa kommentin og hló þá aðeins meira..... svo varð ég auðvitað að stækka höfundarmyndina af þér til að finna út hverjum þú líkist....hmmmm Ég skýt á KK söngvara og lagahöfund. Hananú !
Kveðja
Jac
Jac Norðquist, 6.7.2008 kl. 09:21
KK er afburðafagur maður...
Gulli litli, 6.7.2008 kl. 09:48
Alveg frá því að ég sá þig fyrst hefurðu minnt mig á ofvaxna blaðlús.
Röggi (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:03
Röggi ferd tú á trúnó ef tú sérd ofvaxna bladlús?
Gulli litli, 8.7.2008 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.