Hlátur og grátur..

Það hlýtur aðs5003119.jpg vera ótvírætt merki þess að maður sé að "komast á aldur" þegar maður á ekkert smábarn lengur. Eins og við hjónin sem erum búin að vera með smábörn í 25 ár og svo fer yngsta barnið í skóla og þá er allt í einu ekkert yngra eftir heima. Að fara í skóla er auðvitað stig upp á við í lífinu en maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar ekkert smábarn er eftir. Næsti viðkomustaður er sjálfsagt barnabörn. Bara svona pælingar nú þegar maður þarf ekkert endilega að fara snemma á fætur um helgar...

 

 

 

Gulli gamli

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég sit hér heima og bíð eftir að 4 barnið mitt komi í heiminn. Það þýðir að ég verð tæplega sextugur þegar ég fermi yngsta barnið. Er það ekki pæling út af fyrir sig.

S. Lúther Gestsson, 6.9.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Gulli litli

Það eru líka verðugar pælingar..

Gulli litli, 6.9.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Einmitt, þú ert að eldast en það er ekki slæmt. Það fylgir því frelsi sem "ellin" hjálpar til við að við nýtum betur en frelsið sem við höfðum áður en börnin fæddumst. Nú vitum við hvað við viljum og njótum þess.

Hér talar (öldruð)kona með reynslu.

Marta Gunnarsdóttir, 6.9.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg skólastúlka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2008 kl. 20:12

5 Smámynd: Gulli litli

Marta; vonandi er gott að eldast . En maður er ekki alveg viss.

Jenný; Takk fyrir, það finnst mér líka...

Gulli litli, 7.9.2008 kl. 09:01

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sonur minn stækkaði svo hratt um tíma að ég upplifði að ég væri að minnka.  

Verulega sæt dama sem þú átt.

Anna Einarsdóttir, 7.9.2008 kl. 11:30

7 Smámynd: Gulli litli

Anna; Þekki tilfinninguna. Þakka þér..

Gulli litli, 7.9.2008 kl. 12:01

8 Smámynd: Brattur

Að komast á aldur þarf ekki að vera slæmt... að eldast er eðlilegasti hlutur í heimi... og að börnin eldist líka... það er alltaf kaflaskil í lífinu... stundum eru þau erfið en stundum skemmtileg... það er bara að varðveita barnið í sjálfum sér, þá nær maður kannski að hægja á ferðinni

Brattur, 7.9.2008 kl. 13:27

9 Smámynd: Halla Rut

Yndislegt.

Njóttu.

Eða komdu með eitt í viðbót.

Halla Rut , 7.9.2008 kl. 14:25

10 Smámynd: Gulli litli

Brattur; Já þetta er allt hinn eðlilegi gangur lífsins og maður er nákvæmlega jafngamall og maður vill vera...

Halla; ég held ég njóti bara....

Gulli litli, 7.9.2008 kl. 17:05

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja hvur helviskur minn góði Gulli LITLI, vissi ekki að þetta væri svona "slæmt", að Sunnanhefði risið svo hratt að þú hefðir fengið hálsríg!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 23:24

12 Smámynd: Gulli litli

Sunnan er nú bara einn fjórði af afurðum mínum..

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 08:24

13 Smámynd: Gulli litli

Og allt vaxið mér yfir höfuð..

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 12:18

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki alslæmt og langt frá því. Svo fær maður annað tækifæri með barnabörnin, maður getur gert betur en með börnin og er búinn að læra af reynslunni.

Rut Sumarliðadóttir, 8.9.2008 kl. 12:43

15 Smámynd: Gulli litli

Rut; Þakka þér fyrir þitt mjög svo uppörvandi innlegg, við reynum að nota reynsluna til að verða betra fólk..

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 12:46

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað ég get alveg skilið þetta. Hver áfangi í lífinu er góður en getur jafnframt verið skrítinn að upplifa. Horfði nú á eftir mínum með tárvota hvarma fyrsta skóladaginn. Og svo færðist Ian upp núna á frístundaheimilinu.. færðist yfir í annað hús sökum aldurs og þá var það líka svona ó-móment. Maður verður baaaara viðkvæmari með aldrinum.

En dóttlan þín er alveg gullfalleg og ofsalega mikið krútt í bleika át-fittinu sínu.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.9.2008 kl. 12:48

17 Smámynd: Gulli litli

Jóna; Þakka jákvæð orð um þetta stig lífsins...Sex ára stelpa, það eru jú bleiku árin...Takk.

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 12:57

18 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Sætasta stelpa sem ég þekki

Sunna Guðlaugsdóttir, 9.9.2008 kl. 08:04

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvað segirðu, "SÚ STUTTA" líka!?

Magnús Geir Guðmundsson, 9.9.2008 kl. 21:42

20 Smámynd: Gulli litli

Nei , en fljótlega...

Gulli litli, 9.9.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband