Þetta passaði alveg upp á punkt og prik. Ég er búinn að vera í viðræðum við verkstjórann og forstjórann um verulega kauphækkun mér til handa, mánuðum saman. Ég er búinn að tala fjálglega um kosti mína og reynslu og reynt að gera þeim ljóst hvurslags eðalstarfskraftur ég er. Er skemmst frá því að segja að ég fékk það sem ég vildi. Meðal annars vegna þess að ég er aldrei veikur! Þannig hefur það verið síðastliðin 28 ár og auðvitað 15 árin á undan í sveitinni...Þess vegna var það mjög erfitt og pínlegt að hringja í verkstjórann og segja; Kim......jeg er syg. En hann brást þannig við að hann sjálfur er nú óvinnufær vegna hláturs!
Gulli litli hálsbólgu og hita hetja..
Athugasemdir
Láttu þér batna fljótt félagi. Annars verðurðu örugglega rekinn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2008 kl. 01:13
Ég verð ekki rekinn meðan hann hlær svona að mér..Þakka hlýjar kveðjur..
Gulli litli, 12.9.2008 kl. 01:15
Og er þetta það slæmt að Gammel Dansk ræður ekki við þetta?
S. Lúther Gestsson, 12.9.2008 kl. 01:37
Held að vöntun á Gammel Dansk sé orsökin..
Gulli litli, 12.9.2008 kl. 01:47
Hjá mér væri hann afleiðing ;)
Nei, segi svona..... batakveðjur upp á Jylland
Jac
Jac Norðquist, 12.9.2008 kl. 06:21
Takk Jac
Gulli litli, 12.9.2008 kl. 10:28
Góðan bata Gulli litli.
Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 11:20
Einusinni var ég alveg til í að fá smá flensu og smá frí og viku seinna var ég kominn á spítala, með brotin rifbein vegna hósta, lungun full af blóði og Guð veit hvað. Ég fékk þriggja mánaða "frí" frá vinnu!!!!
Guðni Már Henningsson, 12.9.2008 kl. 14:30
Takk fallega fólk
Gulli litli, 12.9.2008 kl. 15:34
Jeg haaber at du vil snart blive rask igen av din förste sygdom og kan snart gaa til arbejde igen.
Venlig hilsen.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2008 kl. 17:57
Tusind tak Axel
Gulli litli, 12.9.2008 kl. 20:33
Ertu veikur ?
Anna Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 23:15
Já þetta fannst Önnu fyndið Anna þú ættir bara að lenda í því að verða svona fársjúk og geta ekki einu sinni drukkið Gammel Dansk eins og Gulli okkar. Skamm, skamm.
S. Lúther Gestsson, 13.9.2008 kl. 00:13
Já manni hefnist fyrir yfirlýsingagleðina....
Gulli litli, 13.9.2008 kl. 07:45
... það er stundum eins og einhver sparki í afturendann á manni þegar maður verður kotroskinn... en góðan bata Gulli... ... er þetta ekki allt að koma?
Brattur, 13.9.2008 kl. 08:09
Gulli þetta er verulega alvarlegt ef Gammel Dansk kemst ekki nður.....vorkenni þér heilmikið.....
Haraldur Bjarnason, 13.9.2008 kl. 08:42
Brattur; Jú jú þetta er allt að koma.
Haraldur; Ég spá því að ég komi Gammel Dansk niður í kvöld..
Gulli litli, 13.9.2008 kl. 08:44
Ég vorkenni samt verkstjóranum. Greyið fær örugglega alveg hroðalegar harðsperrur eftir hláturkastið.
Skál Gulli ! Ég hef trú á þér. Þú getur þetta. Bara einn sopa.
Anna Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 17:27
Og svo annan.
Anna Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 17:28
Þú ert sannur stuðningsfulltrúi Anna...
Gulli litli, 13.9.2008 kl. 17:42
Já Gulli stattu á fætur og segðu bara:
Hæ ég heiti Gulli og er veikur. Skelltu svo í þig litlu staupi.
S. Lúther Gestsson, 13.9.2008 kl. 20:52
Búinn ad því!
Gulli litli, 13.9.2008 kl. 21:01
Árans áfengisáróður er þetta, tek ekki þátt í svona nokkru!
En norskir brjóstdropar eru nú aldeilis annar handleggur, ekkert bjórsull þar á ferðinni, heldur heilnæmur og hressandi drykkur, sem kemur í veg fyrir svona fjárans smit!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 00:29
Norskir brjóstdropar eru eiginlega ekkert annað en áfengi minn kæri Magnús. Annars er þetta nú allt saman í gríni sagt og enginn okkar notar áfengi fram úr hófi..Það ég veit..
Gulli litli, 14.9.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.