Batman bóndi...

Undanfarna mánuði höfum við heyrt allskyns hljóð að því er virðist í þaki hússins. Þetta magnast upp á kvöldin þegar víð flyvmedungeerum að ganga til náða. Húsið er yfir 100 ára og með mikla sál  þannig að í fyrstu veittum við þessu enga athygli. Þangað til að okkur var bent á að við hefðum "flagermuser i huset". Arg...hróp og köll, geðshræring og fleiri öskur....Sem íslendingi sem aldrei hefur augum litið leðurblöku risu auðvitað rasshárin af geðshræringu. Fyrir mér eru þetta vampírur, mannætur, blóðsugur og eitthvað enn verra. Ég íhugaði alvarlega að flytja heim í Skagafjörðinn og varpa kjarnorkusprengju á húsið mitt til að eyða þessum ófreskjum. Næst þegar ég þorði inn í húsið eftir þessa frétt með Álafossúlpuna rennda upp í háls, fór ég að lesa mig til. Þar á meðal bækling sem heitir Flagermus í huset sem Dyrenes Beskyttelse gefur út. Þar stendur beinlínis að ég sé fífl....eða þannig. Þetta eru friðsöm dýr sem gera aldrei neitt við neinn. Ekki nóg með það þau eru algerlega friðuð. Þannig að ef ég hefði varpað sprengju á húsið eins og unglingarnir í Pakistan, það hefði ég átt lögsókn yfir höfði mér.

 

 

Gulli litli dýravinur..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff, fyrir mér eru þetta fljúgandi rottur.  Hrollur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Gulli litli

Þannig hugsaði ég líka áður...ég er að reyna að horfa öðruvísi á málið..

Gulli litli, 23.9.2008 kl. 11:04

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hætt við að flytja til Danmerkur. Leiðinlegt fyrir þig

Rut Sumarliðadóttir, 23.9.2008 kl. 12:08

4 Smámynd: Gulli litli

Dönum finnst þetta svo fallegt....

Gulli litli, 23.9.2008 kl. 12:20

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eru þessi kvekendi um allt hús Gulli?

Haraldur Bjarnason, 23.9.2008 kl. 12:47

6 identicon

Og ég sem var að spá í að heimsækja þig :)

Röggi (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:57

7 identicon

Þetta lítur út eins og loðið páskaegg með vængi.

Röggi (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:59

8 Smámynd: Gulli litli

Haraldur; nei þetta er bara í þakskegginu og maður heyrir bara svona örlítið krafs öðru hverju. Annars veit maður ekkert af þessu..

Röggi; komdu bara, ég skal passa að loðnu páskaeggin borði þig ekki..

Gulli litli, 23.9.2008 kl. 16:16

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ógeðslegt. 

Anna Einarsdóttir, 23.9.2008 kl. 17:46

10 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Engin smá dúlla -á meðan flugmúsin heldur sig hjá þér,Gulli

Eru þær ekki tvær á myndinni? Kanski er hún í bol með mynd framan á ?  

Birna Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 19:09

11 Smámynd: Gulli litli

Alger rassgöt....

Gulli litli, 23.9.2008 kl. 19:25

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ætli þetta sé ætt ?

Bara dona zpyr.iz ?

Steingrímur Helgason, 23.9.2008 kl. 19:35

13 Smámynd: Gulli litli

Jafnætt örugglega og rottur....Hvad ætli þurfi margar til ad metta okkur Zteingrímur?

Gulli litli, 23.9.2008 kl. 20:18

14 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég myndi ekki vilja mæta þessu...*hrollur* þetta er ekki beint augnayndi.. En gangi þér vel með nýbúana.. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:34

15 Smámynd: Gulli litli

þad er málid, madur verdur aldrei var vid þessi grei...Ég hef bara séd svona einu sinni þegar ég opnadi útidyrnar ad kvöldlagi og hún flaug bara burt....alveg án þess ad éta mig..

Gulli litli, 23.9.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband