Victoría, fyrrverandi kærasta pabba....

Já já ok ég var að ljúga. Frægasti maður sem ég þekki er Ingvar Tónabúðingur og Aðalheiður og Róbert sjoppueigendur á Skagaströnd! Hafið þið aldrei logið til að mikla ykkar persónu? Reyndar er ég meira fyrir að þekkja gott fólk en frægt. Gott fólk getur alveg verið frægt. En ég þekki bara gott fólk. En ég er þeirrar ónáttúru, að finnast afskaplega gaman að ljúga til gamans. Bara til að hlæja augnablik. Ég hef þó farið flatt á þessu og dauðséð eftir öllu saman. Þar sem ég er ekki frægur, þá má ég gera mistök. En sagan er svona;

 

Þegar sonur minn Huginn Frár var c.a. 6 ára var ég einu sinn staddur úti í bílskúr að bóna bílinn okkar. Hann kom og vildi spjalla og spyrja. Ég hinsvegar var ekki í neinu spjallstuði þannig að ég svaraði svona með hummi og hæji. Eins og öllum strákum er tamt, fór hann að gramsa í gömlu drasli. Og spyr og spyr og spyr. Var nú svo komið að ég svaraði bara einhverju og alveg útí hött. Þá rekst hann að gamlar Spice girls myndir frá systur sinni. Þessar myndir líta út eins og ljósmyndir heimilisins. Og hann spyr; Hva, þedavid_beckham_victoria_beckham_boobkkjum við Victoriu Becham?

"Já" sagði ég. "Við Victoría vorum einu sinni saman"

H; "Ha......og þekkjum við David Becham líka?"

É; "Já, hann er jú nýi kærasti Victoríu"

H; "Veit mamma þetta"?

É; "Já, ég neyddist til að segja henni þetta því þau eru að koma í heimsókn um helgina"

H; "Er David Becham að koma og heimsækja okkur? Er hann frændi minn?

Nú vissi ég að ég hafði gengið of langt í lyginni því hans hreina barnshjarta logaði af tilhlökkun.

É; "Nei hann er ekki frændi okkar" og reyndi að draga úr.

H; "Heldurðu að David sé til í að keyra mig og Ívan Árna í skólann?"

É; "það er svo stutt í skólann maður" nú var ég kominn í verulega klemmu.

H; "Erum við með símanúmerið hjá þeim?"

É; "Hlauptu inn og biddu mömmu um að finna rauðu bókina með símanúmerunum hjá gömlu kærustunum mínum og þar er númerið". Ég vissi að mamman myndi finna leið út úr þessu. Hann endasentist inn og hrópaði;

"Mamma, mamma, pabbi þarf rauðu bókina með símanúmerunum hjá gömlu kærustunum hann þarf að hringja í Victoríu Becham"

M; "Veistu að pabbi þinn á enga rauða bók með símanúmerum. Góði láttu hann ekki ljúga að þér". 

H; "Jú víst, pabbi og Victoria voru einu sinni kærustupar!"

M; "Nei, hann er bara að plata þig"

H; "Var pabbi að plata?"

M; "Já og það er ljótt af honum". Hann kom niðurlútur til mín út í skúr og sló öll met í þögn. Vonbrigðin með pabbann voru augljós. Hann setti frystirinn á fullt. Það tók hann langan tíma að fyrirgefa pabba sínum þetta. Enn þann dag í dag þegar minnst er á þetta tilvik blóðroðnar hann og reyndar ég líka...Því það var ég og Mel C sem vorum samanDevil....

 

Gulli litli lygalaupur

p.s. Myndin er tekin við hafnarvogina á Skagaströnd..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahah! Mér þykir alveg ferlega gaman að ljúga - enda roðna ég þegar ég segi satt!

........en - ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir spurt Victoriu hvernig hún fer að því að láta kjólinn tolla?

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sá strax að þetta varst þú

Rut Sumarliðadóttir, 25.9.2008 kl. 15:53

3 identicon

BBaahhh þú er snillingur.

Jóhanna Karlsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:18

4 identicon

Kannast við þessa tilburði en ég skellti samt upp úr,hví hættirðu ekki þessu daglega harki og gefur út svo sem eina bók á ári og slærð út Munchausen!!!

Kær kveðja (bara að plata).

krissi B (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:37

5 Smámynd: Gulli litli

Hrönn; ég hringdi og hún er med franskann rennilás á brjóstunum!

Rut; Þú hefur audvitad Þekkt úrid mitt!

Jóhanna; Vid erum skyld!

Krissi; Þú ert nú alveg hradlyginn!

Gulli litli, 25.9.2008 kl. 20:12

6 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Marta Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:42

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert kvikindi en skemmtilegt kvikindi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 21:24

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér líkar lygið fólk...

Nei, ég lýg því...

Eða ....

Steingrímur Helgason, 25.9.2008 kl. 21:55

9 Smámynd: Brattur

... ég á þetta líka til að upphefja mig á frægum... geng t.d. brosandi um núna og segi; Gulli litli er bloggvinur minn

Brattur, 25.9.2008 kl. 23:11

10 Smámynd: Gulli litli

Marta; Takk fyrir.....

Jenný; Kvekendi jájá..Hann lætur reyndar ekki ljúga ad sér í dag..

Zteingrímur; Nú lýgur Þú eins og Þú ert langur til..

Brattur; Já, ég Þekki Þig svo vel...

Gulli litli, 25.9.2008 kl. 23:56

11 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Þú ert nú alveg brill... 

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 26.9.2008 kl. 13:56

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég toppa þetta ekki.

Ingvar Valgeirsson, 26.9.2008 kl. 15:10

13 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Úps! Þetta kallar maður að koma sér í klípu :-)

Kristján Kristjánsson, 26.9.2008 kl. 17:46

14 Smámynd: Gulli litli

Gunna; Takk

Ingvar; Nanananabúbú

Kristján; Já mér leid ekki vel rétt á medan..

Gulli litli, 26.9.2008 kl. 18:35

15 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Já, ég man eftir fyrstu 5 skiptunum sem maður trúði einhverju svona.. Síðan missti maður alla trú á þér. Á enn í vandræðum með að treysta öðru fólki og svona og á eflaust eftir að eiga það að eilífu, en fyndið var þetta 

Nei, ég er að plata. Nokkuð góð í því. Lærði af þeim besta

Sunna Guðlaugsdóttir, 26.9.2008 kl. 20:33

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtileg saga

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2008 kl. 05:42

17 Smámynd: Gulli litli

Sunna; Huginn þurfti bara eitt skipti....

Gunnar; Takk..

Gulli litli, 27.9.2008 kl. 07:43

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vona bara að stráksi hugi, já hann Hugi ekki á hefndir!

En að þú þekkir ekki gott og frægt fólk?

Gleymdir nú alveg honum Rögga!

Miklu frægari en sveppagerpið hann Ingvar!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 22:15

19 Smámynd: Fjóla Æ.

Mér fannst ég kannast við umhverfið.

Fjóla Æ., 27.9.2008 kl. 22:24

20 Smámynd: Gulli litli

Magnús; Huginn er margbúinn að hefna sín á pabba sínum! Röggi og Ingvar eru fyrst og fremst gott fólk...

Fjóla; Það sést í Skuffugarðinn í baksýn..

Gulli litli, 28.9.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband