Ég verð eiginlega að ljúka sögunni af þessum lygum mínum.
Hann settist á gamla olíufötu og starði fram fyrir sig og þagði. Nú var það hann sem var ekki í spjallstuði. "Ég var bara að grínast Huginn minn" sagði ég föðurlega og mátulega skömmustulega því það fór ekki á milli mála að hann var helsærður í sálinni. Í fyrsta lagi reiknar maður ekki með að foreldrar ljúgi að manni og í öðru lagi var hann að missa sína frægu vini. "Þetta var ljótt af mér, en þú átt eftir að hlæja að þessu seinna. Eigum við að skella okkur í Skálann og fá okkur Prins og Kók?" Ekkert svar. Ég var algerlega úti á ís. Hefði gefið mikið fyrir að fá að heyra hvað gekk á í litla kollinum. Hann virtist vera að hugsa um hvernig hann gæti refsað pabba sínum sem mest fyrir grallaraskapinn. Fjörtíu mínútur liðu án þess að upp úr honum kæmi eitt orð. Nú var svo komið að ég var orðinn rústir einar og niðurbrotinn yfir því að hafa hlaupið svona á mig með lyginni. Þá segir hann allt í einu ískalt;
"Þú kemur sko ekki í afmælið mitt!"
Þetta var þyngsta refsing sem hann gat hugsað upp til að ná sér niður á sínum hrekkjótta pabba! Að pabbi kæmi ekki í afmælið hans. Ég reyndi að vera alvarlegur yfir þessari þungu refsingu en endaði auðvitað með að hvellspringa úr hlátri sem endaði með að við veltumst um úr hlátri báðir tveir. Þess ber að geta að ég hef fengið að vera í öllum hans afmælum þrátt fyrir hótanir um annað.
Síðan er þetta frasi innan fjölskyldunnar þegar þarf á viðurlögum að halda þá er þyngsta refsingin alltaf; Þú kemur sko ekki í afmælið mitt!
Gulli fyrirmyndaforeldri...
Flokkur: Bloggar | 27.9.2008 | 07:41 (breytt kl. 07:47) | Facebook
Athugasemdir
Hér er notaður frasinn: Ég leik sko ekki við þig fyrr en 2010!! - sem er ekkert obboslega langt undan þessa dagana.......... en var á sínum tíma í órafjarlægð!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 08:02
...góður!!!!
Haraldur Bjarnason, 27.9.2008 kl. 09:28
Haha, þú mátt alveg koma í afmælið mitt, eitt reyndar nýbúið en á næsta ári Gulli höldum við veislu!
Rut Sumarliðadóttir, 27.9.2008 kl. 09:40
Góður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2008 kl. 11:21
Þú ert nei ekki svo galin Guðlaugur Örn, en var ekki búin að lesa þetta áður en ég setti athugasendina við fyrri hlutanum um hugsanlega hefnd hans!
En þetta er nú það sem gefur lífinu meðal annars lit þegar öllu er á botninn hvolft!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 22:22
Þegar maður er 6 ára þá er þetta eitt það alvarlegast sem fyrir getur komið. Að manni sé ekki boðið í afmæli!
Fjóla Æ., 27.9.2008 kl. 22:26
Barnaafmæli á mínu heimili fara þannig fram með hávaða & látum að frekar yrði ég feginn ef afleggjarar mínir myndu leggja fram slíka hótun & standa almennilega við hana.
En ef að genin eru gegnheil, þá vittu til, hann nær sér niður á þér þó síðar verið. Erfíngjar efra svona, ,,
Steingrímur Helgason, 27.9.2008 kl. 23:35
Hrönn; Það er svona svipað..
Haraldur; Sömuleiðis.
Rut; Þakka gott boð. Ællbíðer.
Jenný; Takk sömuleiðis.
Magnús; þetta er akkúrat það sem gerir lífið þess vert að taka þátt í því.
Steingrímur; Það er einmitt það sem gerir þessa hótun fyndna. Allir fullorðnir væru til í að sleppa við barnaafmæli..En hafðu ekki áhyggjur hann er búinn að marghefna sín...
Gulli litli, 28.9.2008 kl. 09:29
Flólan; á þessum aldri eru þett hin verstu viðurlög..
Gulli litli, 28.9.2008 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.