Það er með trega og tárum sem ég skrifa þessa færslu. Mér er illt í hjartanu. Að horfa og hlusta á fréttir frá landinu bláa er meira en mitt litla sálartetur þolir. Það getur ekki verið að allt sé ómögulegt á Íslandi. Hvar er nú hamingjusamasta og fallegasta þjóð í heimi?
Móðir mín var allt sitt líf fátæk og glöð. Þegar ég var að grenja yfir peningum og peningaleysi sagði hún alltaf; Iss, þetta eru bara peningar! Þarna er nefnilega meiginpointið. Þetta eru bara peningar. Við eigum hvort annað. Við getum tekið strætó í vinnuna og hvílt Range Roverinn(eða selt hann á Vöku uppboði). Dustaðu rykið af Laxness bókunum í staðinn fyrir að fara í bíó eða til útlanda. Taka slátur í stað þess að panta pizzu. Farið að elskast og eiga börn. Hættum þessum andskotans bölmóði.
Gulli litli fátækur barnakarl...
P.s. Hvar er nú "æ það reddast" sindróm okkar íslendinga?
Flokkur: Bloggar | 4.10.2008 | 06:48 (breytt kl. 07:36) | Facebook
Athugasemdir
... ég er sko alveg hjartanlega sammála þér Gulli... við bara skiptum aðeins um takt... hættum bruðli og sukki og förum að lifa eðlilega... allt í lagi að borða grjónagraut oftar, baka brauð, gera sultur, setja niður kartöflur... var reyndar að taka upp kartöflur korter fyrir fyrsta snjó...hættum að kaupa nammmi, kannski bara kandís og suðusúkkulaði... förum á bókasafnið og kúrum okkur kát saman undir teppi heima... peningarnir skipta svo litlu máli... gott að hafa í sig og á eins og sagt er... en best er og mikilvægast, eins og ástin mín segir;
...að hafa hvort annað
Brattur, 4.10.2008 kl. 09:53
Mamma þín var sko ekkert annað en snillingur, Gulli litli. Þú ert betur upp alinn en ég gerði mér grein fyrir.
"Iss, þetta eru bara peningar", er mergurinn málsins. Hárrétt afstaða.
Anna Einarsdóttir, 4.10.2008 kl. 10:22
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.10.2008 kl. 11:00
Halló snúlli, þú hefur sko átt góða mömmu. tek undir með henni. Kærleikurinn blífi.
Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2008 kl. 12:43
Kvitt fyrir innllitið :)
tek undir með þesari afstöðu ... alveg frábær
kveðja til allra
Stína og stelpurnar
Stína Blöndal (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:04
Alveg rétti andinn. Thetta reddast allt, ....
Takk fyrir ad vilja vera bloggvinur minn. kk. Solla
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 23:43
Sæll karlinn!
Ég held nú að hingað til hafi nú þorri almennings tekið þessu nokkuð stillilega og geri sér grein fyrir að heimsendir er ekki á leiðinni á morgun. En menn hafa verið að tala mjög misjafnlega um þetta ástand, sem allir gera sér grein fyrir að er alvarlegt og hefur borið nokkuð hratt að.Það er í raun ekkert hægt að gera annað en að bíða og sjá, en ljóst er að sumra aðstæður eru mjög erfiðar og þeir geta ekki beði lengi.
Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 00:18
Brattur; Þetta er spurning um forgangsröðun.
Anna; Það er málið.
Axel; Hlýjar kveðjur.
Rut; Sammála þér.
Stína; Sammála og kveðja á ykkur kvenfélagið.
Sólveig; Þetta er andinn og takk sömuleiðis, minn er heiðurinn.
Magnús; Enginn hefur sagt að aðstæðurnar séu ekki erfiðar, en viðhorfið getur ráðið miklu um hvernig við komumst í gegnum erfiðleikana. Góðar stundir káta fólk.
Gulli litli, 5.10.2008 kl. 07:39
Já veistu...þetta er nu bara lífsviðhorfið mitt og hefur verið lengi...enda aldrei afgangur til að bruðla með...
En mér og mínum líður vel, erum hamingjusöm...ég og minn besti vinur og eiginmaður eigum þrjú yndisleg og heilbrigð börn..við höfum vinnu og við erum bara sátt og glöð með þetta allt..
Allt þetta glingur og allir þessir peningar...koma ekki að neinu gagni þegar upp er staðið...því þegar við yfirgefum þetta lif og förum yfir í annað...þá þurfum við ekkert á þessum veraldlegu eigum okkar að halda....en tökum bara lærdóm og þroska með okkur þangað....
"Óttastu aldrei andstöðu. Mundu að flugdreki hefst ekki á loft með vindi heldur á móti honum."Bergljót Hreinsdóttir, 5.10.2008 kl. 11:38
Gulla heim & herinn burt !
Steingrímur Helgason, 5.10.2008 kl. 23:59
Bergljót; Takk fyrir þitt jákvæða innlegg..
Steingrímur; Ef ég kæmi heim færi ég beint á sjóinn að búa til gjaldeyri. Heldurðu að það sé nóg að ég komi heim?......Hjálræðisherinn heim..
Gulli litli, 6.10.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.