Bömmer og blues..

Það þýðir ekkert að koma með bloggfærslu nú á dögum öðruvísi en að ákveðin orð komi fyrir í henni. Þannig að ég ætla bara að telja þau upp snöggvast; Skuldatryggingaálag, gjaldþrot, lausafjárkreppa, heimskreppa, kreppa, verðtrygging, hluthafar, Davíð Oddsson, vextir, evra, ónýt króna, vöruskortur, lífeyrissjóðir, fjármálaGeiri, Geir H Haarde, Jón Ásgeir, Glitnir, þjóðnýting, aðhald(nei annars ekki viðeigandi), Landsbankinn, Kauphöll, Kaupþing, sterk staða, verg þjóðarframreiðsimages%5C2006%5Cthorup-frimer2006la og guð má vita hvað.

Hefst þá bloggið.

Síðustu helgi fórum við hjónin á bluestónleika. Hljómsveit Ole Frimer lék þessa líka fínu gamaldags bluestónlist. Ole Frimer er meira að segja þó nokkuð líkur Eric Clapton í útliti. Gaman af því. Ég eignaðist disk með þessum Ole Frimer og Peter Thorup sem er gamall heimsfrægur blúsari þó að ég hafi aldrei heyrt á hann minnst. Þessi Peter er víst farinn á fund feðra sinna fyrir einhverjum tíma síðan. Gott að fá góðan blús öðru hverju..En eru ekki allir í stuði ha?

Gulli litli bömmerogblues...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Í stuði með guði eða þannig!

Rut Sumarliðadóttir, 6.10.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Blúsinn stendur alltaf fyrir sínu!

Gott hjá þér að nota bara öll orðin núna - þá ertu búinn með þau og getur snúið þér að öðru!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Brattur

... besti blústextinn sem ég þekki er svona:

Ég vaknaði í morgun
eins og ég gerði í gær
og ef ég vakna í fyrramálið
þá hef ég vaknað þrjá daga í röð

Það er auðvelt að syngja blues við þennan Gulli... svo verður bara spennandi að sjá hvort við vöknum í fyrramálið

Brattur, 6.10.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, fín og fyndin færsla.

En Bömmerinn líka já að hellast yfir ykkur þarna skilst manni.

Magnús Geir Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Gulli litli

Jenný; Ég brosi á móti..

Rut; Ég veit ekki hvort gud er í studi eftir alla þessa mammonsdýrkun okkar, en han reynir örugglega.

Brattur; Já fjórda daginn í röd.

Magnús; Ég verd ekki var vid neinn álíka bömmer hér og á landinu bláa.

Gulli litli, 6.10.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:19

8 identicon

Þú hefðir nú bara getað notað eitt orð yfir ófögnuðinn,nefnilega NIÐURSVEIFLA.

Ertu búinn að semja einhvern nýjan blús sjálfur nýlega?

Krissi b (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:45

9 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

kvittíkvitt (hljómar thad ekki jákvætt ?)

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:47

10 Smámynd: Gulli litli

Bergljót; Takk fyrir brosid og komuna.

Krissi; Já ég er tilbúinn med einn blús. Nidursveifluvolædishelvítisbömmerblues...Hvernig hljómar þad? Kv. Gulli pulli...

Gulli litli, 7.10.2008 kl. 22:48

11 Smámynd: Gulli litli

Sólveig Kristín; Jú þad er bara jákvætt. Takk fyrir þad.

Gulli litli, 7.10.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband