Mottóið í dag er, verum góð hvort við annað. Það þýðir að við eigum að vera góð við okkar elskulegu og gjörsamlega óspilltu stjórnmálamenn, okkar fingralöngu einkaþotu fljúgandi fjárglæframenn, blessuðu og háheilögu fyrrverandi stjórn Kaupþings sem gaf sjálfri sér nokkra miljarða, Davíð konung seðlabankaklessu, Bubba Morthens fyrrverandi Range Rover eiganda og núverandi verkalýðsskrumara sem ekki á lengur fyrir dýrustu laxveiðiám landsins, nei ég segi bara svona......Svona líður mér eftir einn íslenskan fréttatíma. Mér er sagt að ég eigi að vera góður við alla. En vitið þið, það eru nokkrir sem ég væri til í að kjöldraga....Jafn friðsamur og fallegur sem ég er nú. Hversu lengi á þessi þjóð að sitja prúð og brosa sínu falska fjallkonubrosi.......Er ekki kominn tími á gúttóslag?
Keep on rockin
Gulli Gúttó
Þetta með rokkið kom bara vegna þess að ég var að horfa á fræðsluþátt um Joe Strummer..
Athugasemdir
Heyr heyr
Guðni Már Henningsson, 8.11.2008 kl. 00:55
... auðvitað á að flengja vondu kallana... svo verðum við hin bara góð hvort við annað á eftir... það er óþarfi að vera góður við alla...
Brattur, 8.11.2008 kl. 11:27
Væri til í að berja á nokkrum með þér. En þar sem ég er svo settleg kona verð ég heima að hekla. Eða þannig!
Rut Sumarliðadóttir, 8.11.2008 kl. 13:28
Sæll Gulli og velkominn af fjöllum. Mér skilst að búið sé að umskýra Range Rover, þeir heita víst Game Over núna þegar þeir hrúgast upp á bílasölum með ógreidd vísitölulán í skottinu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2008 kl. 16:03
Það á að loka þessa menn á bak við lás og slá og það strax. Þeir munu annars halda áfram, því þeir eru siðblindir.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.11.2008 kl. 21:57
Guðni; Takk.
Brattur; Ég er alltaf góður. Ef ég er vondur þá verðskuldar sá sem fyrir verður það!
Rut; Þú getur vel lamið frá þér með heklunálunum!
Axel; þetta með fjöllin er svolítið snúið hér í dk. Game Over og Bömmer eru réttnefni!
Guðrún; Sammála þér og því segi ég; er ekki kominn tími á Gúttóslag?
Gulli litli, 8.11.2008 kl. 22:35
Ha,ha, já, og stungið maður!
Rut Sumarliðadóttir, 9.11.2008 kl. 12:03
Segjum tveir Gulli!
Haraldur Bjarnason, 10.11.2008 kl. 20:22
Já það ætti að taka í hnakkadrampinn á þeim og rass-skella þá á hann berann....með góðu belti svo þeim svíður á eftir.....þannig líður þjóðinni allavega....því ekki þeir líka.???
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:52
Sæll Gulli minn þarna í já "landinu ekki bláa, heldur LÁGA"!
Ert samt alveg fjall(konu)hress og alls ekkert með falskt bros á vor heyrist mér!? En "fræðslumynd" um Strummerinn,var þetta ekki frekar svona heimildarmynd um hann? Fer frekar að hugsa um dýr eða náttúruna t.d. þegar þú notar orðið fræðslumynd hehe!(en hann var jú vel að merkja MANNDÝR!)
Magnús Geir Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 17:54
Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að öll dýrin í skóginum geta ekki verið vinir!
Eins - dettur mér ekki í hug að vera góð við drullusokka sem steyptu mér í glötun.
Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 11:42
Farðu að skrifa aftur....aldrei datt mér í hug að ég myndi segja þetta!!
Guðni Már Henningsson, 18.11.2008 kl. 19:34
Takk fyrir komuna og afsakið hvað ég er latur að blogga...Guðni ég skal ekki láta þetta spyrjast út.
Gulli litli, 19.11.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.