Ég sem persóna hef ótal kosti. Svo ég nefni eitthvað, þá er ég víst alveg frábær í að......tja....svo er ég býsna góður í....hm......ja ég man ekki eftir neinu í augnablikinu, enda ætlaði ég ekki að tala um kosti mína heldur ókosti og galla, en þeir eru tveir; allt sem ég segi og allt sem ég geri. Svo við byrjum nú á öllu því sem ég segi, þá hef ég stundum fengið á baukinn fyrir yfirlýsingar mínar. Nýjasta kjaftshöggið er varðandi vinnufélaga minn einn sem heitir því hógværa nafni Daniel Stjerne. Við höfum rætt mikið um aðaláhugamál mitt sem er eins og þeir sem mig þekkja vita, tónlist. Ég hef verið þeirrar skoðunar að allir geti búið til tónlist og allir geti sungið. Hef ég talað um þetta eins og ég hefði alla heimsins þekkingu á mínum herðum. Daniel (pop)Stjerne hafði efasemdir um að hann hefði "evne" til að syngja. Ég sannfærði hann um að hann eins og allir aðrir gæti sungið, með þeim afleiðingum að nú syngur hann nonstop með útvarpinu við vinnuna! Það sem hefur fengið mig til að efast um að ég hafi rétt fyrir mér í máli þessu er að hljóðin og tónarnir sem hann gefur frá sér eru aldrei í nágrenni við hina réttu tóna. Þegar börn syngja falskt finnst mér það skemmtilegt og fallegt. En þegar fullvaxinn tvítugur karlmaður syngur hástöfum allan liðlangan daginn án þessa að koma í nágrenni við réttan tón þá er mér nóg boðið....og segi því; herrar mínir og frúr....það geta EKKI allir sungið!
Gulli kostakarl...
Athugasemdir
Ég er venjulegast beðinn um að halda kjafti...
Guðni Már Henningsson, 19.11.2008 kl. 15:06
Bjarne; hmmmm athyglisvert.
Guðni; no comment..
Gulli litli, 19.11.2008 kl. 15:13
...en það á samt aldrei að banna fólki að syngja!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 15:40
Hrönn; ég veit og því þjáist ég.
Gulli litli, 19.11.2008 kl. 15:43
Það er svo gaman að syngja....og ég kann það alveg...eeen læt sjaldan heyrast..
Syngjandi-kveðjur Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 15:57
... svo eru margir sem manni finnst að eigi nú bara að syngja sitt síðasta... ekki síst á síðustu og alverstu....
Brattur, 19.11.2008 kl. 20:43
Hahaha, fyndin ertu karlinn! En blessaður vertu, þarf ekki bara að leiðbeina drengnum aðeins, láta hann fara aðeins hægar í sakirnar og svona, þá kemur þetta örugglega hjá honum!? Hann þarf vísast bara að hlusta betur, láta hann taka upp eigin söng og sjá til hvernig honum verður við!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 01:15
Hold kjæft og synd med! For helvete!
Rut Sumarliðadóttir, 20.11.2008 kl. 11:54
Gunna; það er alveg rétt hjá þér
Brattur; Já, gæti nefnt marga.
Magnús; góð hugmynd að taka ósköpin upp.
Rut; ég þegi og syng...
Gaman að sjá ykkur öll aftur..
Gulli litli, 20.11.2008 kl. 13:09
Til öryggis þá syng ég bara í bílnum, þar segir mér enginn að þegja og ég kvel engan. Ég er svooooo tillitsöm. Eða kannski fölsk......
Marta Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 18:53
Ég er viss um ad Marta syngur eins og engill...
Gulli litli, 20.11.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.