Nágranni minn Ole fór, ásamt konu sinni Jette, til Íslands í sumar sem túristi og er mjög áhugasamur um land og þjóð. Áður en hann fór var hann búinn að rekja úr mér garnirnar og sérstaklega um líf til sveita á landinu bláa. Hann er sjálfur mjög áhugasamur hobby bóndi og þá sérstaklega um fjárbúskap. Þegar kemur að fjárbúskap eru íslendingar á heimavelli, það er að segja ef við erum að tala um fé á fæti. Það fer mjög misjafnt orðspor af okkur sem fjárgæslumönnum í bönkum og öðrum viðskiptum. Þó féð komi rýrt úr bönkum kemur það vænt af fjalli. Ole sem sagt vildi vita allt um íslensku sauðkindina. Ég gerði mitt besta til að svara honum eftir bestu getu og þekkingu úr uppeldinu sem á sínum tíma beindist að því að verða sauðfjárbóndi á Skaga, en endaði sem auðnuleysingi í Danmörku. Ég talaði fjálglega um matarvenjur okkar íslendinga og sérstaklega það að við borðuðum sauðkindina upp til agna. Þar væri ekkert undanskilið, augu, eyru, munnur, tunga og nef og auðvitað karlmennskustolt hrútanna, eistun. Fór ég stórum orðum um bragðgæsku hrútspunga sem er auðvitað engin lygi. Þetta fannst Ole afar athygli vert og var þetta rætt nokkru sinnum yfir öli og mat. Nema nú á dögunum kemur téður Ole til mín og segist vera að slátra og spyr hvort við höfum áhuga á lambakjöti. Þó dilkurinn væri ekki af Skaganum, ákváðum við samt að kaupa einn skrokk. Tveimur dögum seinna fæ ég þau skilaboð frá Ole að ég geti komið og sótt kjötið. Dýrindis lambakjöt sem leit út fyrir að vera mjög svipað íslenska útlits, en seinna kemur í ljós hvernig bragðast. Þegar ég er búinn að bera kjötið út í bíl og er að fara kallar Ole; bíddu aðeins, það er meira. Hann kemur hlaupandi með plastpoka og segir; heyrðu, ég hirti þetta fyrir þig. Ég kíkti í pokann og hann var fullur af eistum og þá meina ég ekki frá Eistlandi. Mér láðist að segja Ole að pungarnir væru súrsaði áður en þeir eru étnir. Ég þakkaði samt og brosti....Enn og aftur fékk ég bágt fyrir minn símalandi munn...
Gulli litli ofurpungur...
Flokkur: Bloggar | 21.11.2008 | 13:44 (breytt kl. 13:52) | Facebook
Athugasemdir
Haha, þú ert nú bara hálfgerður ástarpungur Gulli minn, allavega kemurðu mér til að hlægja
Rut Sumarliðadóttir, 21.11.2008 kl. 14:39
Þá er bara að súrsa Gulli ...eiga danir ekki mysu?
Haraldur Bjarnason, 21.11.2008 kl. 15:35
Rut; Ekkert myndi gleðja mig meira en að ég gæti fengið þig hlægja augnablik.
Haraldur; Heldurðu að það sé hægt að nota bjór eða Gammel dansk kannski?
Gulli litli, 21.11.2008 kl. 16:15
Daninn hlýtur að luma á skyrmyzu, nú & svo er líka hægt að fá sent með einhverri flóttamannafjölzkyldunni frá Fróninu.
Ferð nú ekki að láta þezza fínu pönga í ruzleríið ?
Steingrímur Helgason, 21.11.2008 kl. 17:29
Kannski ef þú finnur nógu súran bjór Gulli. Annars er nú bara best að hafa ölið og gamla danskinn með þegar þú borðar þetta. Tek undir með Steingrími, fáðu einhvern flóttamanninn til að mesu með.
Haraldur Bjarnason, 21.11.2008 kl. 17:47
Það er víst líka hægt að þurrka eistu og borða sem snakk á síðkvöldum og er þá ekki ónýtt að dífa þeim í sýrðan rjóma eða kotasælu , bjór er svo ómissandi með þessu öllu saman.
Röggi (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 19:43
Hahaha, gott á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 23:53
Þú getur notað Gammel dansk eða Nýdönsk....Vona bara að enginn brjótist inn hjá þér og finni þessa afhöggnu fyrrum stolt eigenda sinna....
Guðni Már Henningsson, 22.11.2008 kl. 01:55
hahahaahha..... mér fannst nú nóg að handfjattla pungana hér áður fyrr þegar ég var að vinna hjá SS Hafði lítinn áhuga fyrir að leggja mér þá til munns..
Góða helgi Gulli minn.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.11.2008 kl. 02:43
Ha ha ha!...hvað ætlarðu að gera við herlegheitin????
Bergljót Hreinsdóttir, 22.11.2008 kl. 12:03
Zteingrímör; Ef þeir eiga mysu þá hefur hún farið fram hjá mér. Jú, þeir fóru í skraldspænden með det samme......
Haraldur; Væri til í að einhver flóttamannafjölskyldan kæmi með súra punga handa mér....ég held ég láti aðra um að verka, sem kunna til verka.
Röggi; pungasnakkið þitt hljómar bara vel...
Jenný; nanananabúbú...
Guðni; ég drekk gammel dansk, hlusta á Nýdönsk. Það er mjög algengt að pungum sé stolið í Danmörku....
Guðrún; skil þig vel og sömuleiðis góða helgi....
Bergljót; komið í öskutunnuna..
Gulli litli, 22.11.2008 kl. 16:19
Þér hefur ekki dottið í hig að bragða pungana ? Alveg er ég viss um að þeir hafa bragðast vel með sterkri sósu. Góða helgi.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.11.2008 kl. 23:18
Góð pungasaga Gulli. Hér er ein.
Dóttursonur minn og nafni kom á skrifstofuna til mín, þá rúmlega 3ja ára, að skoða hvað afi væri að gera. Hann var á þessum tíma að læra ný og ný orð. Hann dundaði sér smástund lítur síðan á mig og segir upp úr einsmannshljóði "Afi þú ert pungur".
Ég starði á barnið og kom ekki upp orði af undrun. Drengurinn hefur örugglega lesið rétt í svipinn á afanum, því hann flýtti sér að bæta við; "afi ég er líka pungur".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.11.2008 kl. 23:42
Guðrún; veistu, ég vil ekki láta á það reyna....
Axel; þú ert nú meiri pungurinn..
Gulli litli, 23.11.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.