Nú er komið að þeim kafla lífsins, er maður lofar upp í ermar sínar. Þá er gott að eiga víðar ermar! Einn ætlar að hætta að reykja annar að spara, einn enn að fara í líkamsrækt......æi þetta eru klisjur. Hvernig væri að lofa einhverju nýju? Hvernig væri að heita því að hætta að tala illa um Davíð Oddson? Nei, annars það er ekki hægt að standa við það. Það verður að vera raunverulegur möguleiki að standa við þetta. Minnast bara á kreppu á þriðjudögum? Ég veit ekki....En, læra þjóðsönginn? Öll erindin? Ég strengdi eitt áramótaheit sem ég veit að ég get staðið við! Ég ætla að vera jafn vitlaus og latur og í fyrra! Ég ætla að gefa smá afslátt á letinni því að ég ætla að vera miklu duglegri að blogga en í fyrra! Þar hafið þið það, þið þessir fjórir sem lesið þetta bull í mér......Reyniði nú að vera góð við hvort annað.
Gulli litli dugnaðarforkur......
Athugasemdir
... þetta er flott áramótaheit... þú ert skemmtilegur bloggari, svo ég hlakka bara til að lesa meira á þessu ári...
... mitt áramótaheit var eitthvað á þá leið að láta ekki leiðinlegt fólk taka of mikið af tíma mínum... það er bara óholt... en þú bara bætir hressir og kætir...
Brattur, 3.1.2009 kl. 12:49
Sammála síðast ræðurmanni.
Rut Sumarliðadóttir, 3.1.2009 kl. 12:53
Brattur og Rut; Þið bætið, hressið og kætið.....og lagið meltinguna, sannir Ópalar og Mölt......
Gulli litli, 3.1.2009 kl. 13:53
Gott áramótaheit! Ég strengi engin - ég þoli svo illa pressu ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 14:50
Það eina sem að skemmir góða leti er of mikill dugnaður !
Steingrímur Helgason, 4.1.2009 kl. 00:06
Haha Gulli minn, í senn heitstrenging rík og háleitt markmið, bloggvinum þínum til ómældrar gleði! (ekki síst stelpunum sem dá þig svo mikið!)
En jamm, að hætta að tala um Davíð er na´nast óvinnandi vegur, svona næstum því eins og þú myndir ætla þér að hætta að hlægja að /nú eða af) Rögga!
Það nægði mér nú eitt sinn um árið, að sjá hann hafa skipt um skeggstíl, til að ég meig nánast á mig!
En strengi engin heit, nema kannski að reyna að vera ekki eins leiðinlegur í ár og sl. ár!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 01:46
Bóndi á Jökuldal sagði eitt sinn við mig að toppurinn á tilverunni væri að vera latur bóndi á Jökuldal. Síðan sagði hann: " Ef maður fær eitthvert dugnðarkast þá er best að leggja sig aðeins, þá líður það fljótt hjá." Þetta er bara tillaga Gulli
Haraldur Bjarnason, 4.1.2009 kl. 12:12
Það voru engin áramótaheit hér...ég er hætt að nenna því þar sem ég hef ekki náð að standa við þau...
En ég vona að ég verði betri, skemmtilegri og virkari bloggari en ég var í fyrra.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.1.2009 kl. 17:52
Áramótaheit, schmáramótaheit... aldrei nennt þeim. Nema núna, ég strengdi það heit að byrja að reykja.
Ingvar Valgeirsson, 4.1.2009 kl. 20:03
..... og ég sem hætti að reykja.
Á ég kannski að hætta við að hætta af því að það er svo hallærislegt að hætta núna ? Nei mar, ég segist bara vera í reykpásu.
Það eru allir þínir fjórir bloggvinir mættir og þeir hafa tekið fjölskylduna með í heimsókn miðað við kommentafjöldann. Gleðilegt ár kall !
Anna Einarsdóttir, 4.1.2009 kl. 21:59
Hrönn; ég er með tillögu án pressu. Vertu bara álíka skemmtileg og í fyrra!
Steingrímur; enda settist ég niður.....fannst ég vera að byrja að svitna, skilurðu...
Magnús; minnkaðu bara íþróttaskrifin þín....mér finnst ég vera svo hættulega nálægt því að gera eitthvað þegar ég les það....
Haraldur; heldurðu að það sé einhver möguleiki á að bóndinn úr Jökuldalnum sé til é að ættleiða mig?
Gunna; Það verður gaman að fylgjast með...
Ingvar; ef ég man rétt þá reyktirðu líka fyrir áramót...
Anna; haltu bara áfram að vera fjórði lesandi minn...
Gleðilegt ár allir saman.......þið eruð flott..
Gulli litli, 5.1.2009 kl. 00:23
Ég hef stundum reykt. Aldrei verið góður í því samt.
Ingvar Valgeirsson, 10.1.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.