Maður hlær ekki að typpinu á Gretti!

Nú ætla ég að segja alþjóðasamfélaginu til syndanna. Mér er ljóst að hvorki Goggi Búskur, Kófí Annann eða Anders Fogh lesa bloggið mitt, en það er möguleiki að einhver fjarskyldur ættingi laumi þessu að þeim. Ég, eins og allir sem búa fjarri verðtryggingunni, heyrum brandara og annað um hvernig komið er fyrir afkomendum Ingó beibís. Ég hef ekki farið varhluta af niðulægingunni. Vinnufélagar mínir segjast hafa boðið í Ísland á ebay og verið einir um að bjóða. Auðvitað hlæ ég með mínum félögum, sem allir eru hver öðum vænni. En ég játa það hér og nú að ég svoddan dæmalaus væluskjóða að þetta nær stundum í gegn. Ég tók mig til í einum af lengri kaffitímum vaktarinnar og sagði þeim að það bæri að varast að sparka í liggjandi þjóð, hún gæti staðið upp og barið þá! Um þetta urðu skemmtilegar umræður um hefndir; Tillögur eins og þær að íslendingar gætu tekið sig til og sett Danfoss á hausinn, gert dönsku krónuna verðlausa og svo framvegis. Mér rann að sjálfsögðu blóðið til skyldunnar og minnti þá á að undir dönsku krúnunni hefðu íslendingar fætt hálfa Evrópu en sjálfir soltið í torfkofunum. Þetta þótti bara fyndið. Þá ákvað ég að taka til minna ráða og leitaði söguefnis knöpp þúsund ár aftur í tímann. Þá var maður norður í Drangey sem vantaði eld, þannig að hann stakk sér og synti í land. Er hann kom húðkaldur að Reykjum og var að jafna sig, kom griðkona og hló að serðli hans. Það hefði hún ekki átt að gera. Ég leyfi mér að efast um að helstu stóðhestar landsins hefðu fundið sinn eftir slíkan sundsprett! Allavega fauk í Gretti og nauðgaði hann griðkonunni. Þetta er auðvitað glæpur en hann varð talinn hetja mikil fyrir vikið.  Það eru jú breyttir tímar. Griðkonan hætti að hlæja! Ég spurði samverkamenn mína hvort þeir vildu lenda í stöðu griðkonunnar á Reykjum? Þeim þótti auðvitað sagan bara skemmtileg sem hún er, en maður skal varast að hlæja að typpinu á Gretti!

Gægðist inn griðka og Þorvaldsdóttir hin

göntuðust yfir hreðjum hans og sin

stóð upp og sýndi að stækkað gat hans tól 

starandi meyja í hræðslu rak upp gól

greip hann til griðku gamnaði sér vel

gellunni varð hreint ekki um sel

Maður hlær ekki að typpinu á Gretti!

Þetta eru skilaboð mín til alþjóðasamfélagsins. Góðar stundir.......afkomandi Grettis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gulli, þú ert úr gulli, hreðjar Grettis höfða ekkert sérstaklega til mín né hans brúk á þeim tólum í vísunni. En þú ert ekki öfundsverður að vera íslendingur í danaveldi í dag. Hafðu það sem best félagi.

Rut Sumarliðadóttir, 12.1.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ættir að spyrja þá, hvernig á því standi að það sé aðeins ein skipun sem foringjum í danska hernum sé kennt að gefa.   "Við gefumst upp".

Þetta er eini herinn í heiminum sem hefur það eina markmiði að gefast upp! Ekki ætlaður til að lyfta neinu Grettistaki herinn sá.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.1.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Spurðu þá hvort þeir vilji að komi sneggvast yfir.....!! Ég ætla nefnilega að kaupa Parken í næstu ferð minni!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 22:20

4 identicon

Guð minn almáttugur Gulli!!!

Berglind Karlsd (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 10:40

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahahaha.

En mikið fannst mér krúttlegt að komment félaganna komi við kauninn á þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2009 kl. 14:11

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nákvæmilega ekkert athugavert við aðferðarfræði Grettiz frænda þínz!, hvað þá eðlileg sagnfræðileg viðbrögð þín, til að upplýza dani um bókmenntafræði.

Enda enzkur griðúgnur sem að kom þeim á bókmenntakortið með sínum 'Hamlet', eftir að þeir stálu handritunum okkar & lokuði inni á aldafjöld.

(eru margar femýnöznur bloggvinkur þínar?)

Steingrímur Helgason, 14.1.2009 kl. 00:19

7 Smámynd: Gulli litli

Rut; Ég er ekki að segja að það sem Grettir gerði hafi verið fallegt, einungis að segja að það er möguleiki að einhver hefni sín.

Axel; Danir hafa sjálfir húmor fyrir eigin her. Þeir kalla hann meðal annars borðdömur drottningar.

Hrönn; Þú ert of sein, ég á Parken!

Berglind; það er Guð minn laugur Hjaltason

Jóna; Mig svíður stundum í hjartað sökum þess hvernig komið er fyrir þjóð minni.

Steingrímur; Danir vita nákvæmlega ekkert um Ófelíu og Hamlet og enn minna um norræna sögu. Ég hef fyrirvara á prófílnum mínum þar sem stendur að höfundur sé lygari..

Gulli litli, 14.1.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband