Afrekaannáll 2009....

Vegna fjölda áskorana og tuðs og suðs hef ég ákveðið að lista upp afrek mín á árinu sem er að líða. Verður ekki farið mjög náið í afrekin og ekki út í nein smáatriði einfalldlega sökum þess að það yrði og langt mál og algerlega óvíst að lesendur mínir báðir(já þú líka pabbi) myndu halda út þá lofgjörð. Verður þetta einföld upptalning til að gera ekki lítið úr þeim sem ekkert gerðu og engu nenntu á árinu.

 

1. Árið byrjaði vel hjá mér....ég stóð algerlega við áramótaheitið mitt....slappaði af í jan.

2. Man í fljótu bragði eftir að hafa vaskað upp í febrúar!

3. Mars var átakamánuður hjá mér.....ég fór í bað.

4. Apríl.....man ekki eftir neinu sérstöku, en ég hlít að hafa gert eitthvað afgerandi.

5. Maí er alltaf annasamur hjá mér....ég dreif mig í að eiga afmæli maí...líka á árinu þar á undan.

6. Júní.......gaf 50 krónur danskar til Hjálpræðishersins í Aarhus...til að þau þyrftu ekki að syngja.

7. Júlí var einfalldlega of heitur til að gera nokkurn skapaðan hlut!

8. Ágúst....sjá júlí.

9. September...var svo þreyttur eftir annríki ársins að ég fór til Tyrklands..

10. Október....hvíldi mig eftir Tyrklandsförina á Íslandi....Þetta er almennur fengitími..en ég hafði ekki orku...

11. Nóvember...fór allur í að undirbúa desember..

12. Desember fór í að jafna sig eftir undirbúninginn í nóvember fyrir desember...og eitt enn; fór aftur í bað....

Munið bara elskurnar að það er hugurinn sem skiptir máli ekki hvað þú gerir..

 

Gulli litli zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Það sem undrar mig mest er að ég með alla þessa afrekaskrá setti vöðurnar mínar út í glugga allan desember mánuð og ég fékk ekki einu sinni sveiattan frá sveinka!

Gulli litli, 30.12.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðileg jólin til þín og þinna, Gulli.

Ég vona að komandi ár verði þér gleðilegt og ekki jafn annasamt og strembið og líðandi ár.  Það eru jú takmörk fyrir öllu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.12.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Brattur

Vá hvað þetta var strembið ár hjá þér Gulli. Vona að þú náir að hvíla þig betur á því næsta... Annars er það af mér að frétta að ég fékk í skóinn (inniskóinn) í fyrsta skiptið á ævinni. Þetta var lítil bók með einni opnu og þar var spegill... Guð hvað mér brá þegar ég leit í hann...  óver and át...

Brattur, 30.12.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skiljanlegt að þú sért þreyttur kallinn.  Nýbúinn að vaska upp !

Anna Einarsdóttir, 30.12.2009 kl. 19:33

5 Smámynd: Gulli litli

Axel; Sömuleiðis til þín og þinna...já það eru takmörk fyrir hvað leggjandi er á eina manneskju.....ég hvíli mig vel á nýja árinu með löngum pásum á milli..

Brattur; Já þessir jólasveinar eru óþverar....allavega Rassskellir og Hurðasleikir!

Anna; Já og ég sé ekki betur en að það stefni í annað uppvask 2010!

Gulli litli, 30.12.2009 kl. 22:33

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...vonandi samt ekki fyrr en í febrúar!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2009 kl. 22:35

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Við ættum að splæsa í uppþvottavél.  Það er ekki hægt að láta níðast svona á einum og sama manninum.  Á hverju ári !

Anna Einarsdóttir, 31.12.2009 kl. 00:00

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðilegt árið kæri bloggvinur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2010 kl. 13:41

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

góður.

hvenær er svo næsta bað?

Brjánn Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 00:59

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Brattur fékk sumsé Alþýðublaðið í skóinn

Brjánn Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 01:00

11 Smámynd: Gulli litli

Hrönn; Ég ætla að reyna að sleppa fram í mars...

Anna; þú ert vinur í raun...

Axek; Sömuleiðis kútur...

Brjánn; Næsta bað er í haust.....Alþýðublaðið....báðar síðurnar..

Gulli litli, 2.1.2010 kl. 11:01

12 Smámynd: Brattur

Gulli þú meinar Alþýðubaðið, ekki rétt ?

Brattur, 2.1.2010 kl. 11:45

13 identicon

Batnandi mönnum er best að lifa  !!! Ég man nefnilega að þú varst alltaf svo latur hérna áður fyrr.

Kv Röggi

Röggi (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 12:33

14 Smámynd: Gulli litli

Brattur; Hættu að tala um bað.....ég verð svo þreyttur og lúinn þegar er verið að tala um að gera eitthvað..

Röggi; Já maður er í stórátaki.......sjáumst oft á nýja árinu kútur..

Gulli litli, 2.1.2010 kl. 13:04

15 identicon

Þú verður þá að flytja heim !!! Það er alltof dýrt að koma til Danmörkur þessa dagana :(

Röggi (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:08

16 Smámynd: Gulli litli

Röggi; ég verð nú bara þreyttur við tilhugsunina að flytja...

Gulli litli, 4.1.2010 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband