Færsluflokkur: Bloggar

Valhal 22, stuen t.v.

Fór á laugardaginn á frumsýningu í Musikhuset í Aarhus að sjá hið frábæra barnaleikrit Valhal 22,stuen t.v. Þetta er fræðandi blanda af Norðrænum sögum, grískri goðafræði og nútímanum með sitt einelti og kynþáttahatur. Hver hefði trúað því að óreyndu að Þór og Aþena yrðu ástfangin undir vökulu auga Óðins. Það gerðist eftir að Þór hafði reynt að ræna völdum í Sælgætislandi með hjálp Þórshamars og hégómagirndar. En eins og góð ævintýri endar þetta með að Aþena og Þór ná saman og verða prins og prinsessa í Sælgætislandi en Bumba verður áfram drottning....Mér er málið töluvert skylt því dóttir mín leikur Aþenu í leikritinu. Ég er semsagt að springa í tætlur af stolti og spyr; fylgjast íslenskir fjölmiðlar ekki með????

Það er vor í lofti..og ég er fé..

               Þvílík andskotans þrengsli og þrýstingur úr öllum áttum. Hjarta mitt á erfitt með slátt. Rakinn er næstum óbærilegur. Myrkrið er algert. Hitinn er reyndar notalegur. Eitthvað segir mér að ég verði að komast úr þessu. Þó finnst mér ég vera nokkuð öruggur. Það er mestur þrýstingur neðan undir fætur mínar og  ég hef það á tilfinningunni að áfram sé einmitt áttin sem ég á að fara. Samt hef ég auðvitað ekki hugmynd um það. Það eru einhverjir hnúðar á hausnum á mér sem tefja mjög för mína. Þeir þrýstast upp í loftið sem er gljúpt eins og reyndar veggir og botn. Mér finnst eins og ég þurfi að anda en ég veit auðvitað ekki hvað “að anda” er,  því það hef ég ekki prófað. Þörfin er mikil en að opna munn er eitthvað sem er ekki möguleiki eins og er. Framskankarnir liggja undir höku og torvelda henni í þrengslunum niður að ganga. Sársaukinn er töluverður í hökunni því bein skankanna eru hörð og í þrengslunum eru beinin verulega “ pússí “. Heilinn í mér er eins og óátekin hljóðspóla, þar er nákvæmlega ekkert! En virknin er eins og í diktafón, það fer eitthvað inn en ekki mjög auðveldlega út allavega ekki svona fyrst um sinn. Þrýstingurinn undir mig eykst jafnt og þétt og verður óbærilegur á svona þriggja mínútna fresti. Svo hjaðnar það lítillega en samt er þrýstingurinn verulegur. Veggir kringum höfuð og búk eru eins og þeir séu kvikir, þar er þrýstingurinn alltaf sá sami. Mér finnst ég þokast áfram millimetra í einu í þessum þrýstingshryðjum en ég hef ekki hugmynd um hvert. Mig langar að spyrja en mér er meinað um mál. Það er líka aldeilis óvíst að einhver gæti svarað mér hvað þá að einhver heyrði. Þessi gangur getur ekki verið endalaus, hann hlýtur að taka enda. Það er eitthvað fast við maga minn. Því fylgir sársauki. Hér  er einhver lykt, ég finn hana þó nasir mínar séu lokaðar með einhverju. Lyktin er eins og bragðið í munni mínum, já , nú veit ég , blóð! Allt lyktar og bragðast sem blóð. Skildi einhver vera slasaður? Ég finn víða til en ég held að líkami minn sé nokkuð óskaddaður. Ég sé ekkert og það sem ég heyri hljómar mjög undarlega. Eins og garnagaul eða einhver neðansjávarhljóð. Ég legg við hlustir. Hvar er ég eiginlega? Nú kemur ægileg hryðja, æ, djö…skyldi eiga að drepa mann. Í huga mér sé ég fyrir mér  ógnvekjandi pyndingasérfræðinga standa og hlæja að kvölum mínum. Þessi voðalega hryðja þrýsti mér lengra en nokkur fyrri hafði gert. Ég er í þann veginn að leggjast saman svei mér þá. Og önnur, strax á eftir. Nú er eitthvað að gerast. Skyndilega fer ég kollhnís, fæ slink og í leiðinni, allar fyrri þjáningar og þrýstingur út í veður og vind. Mér er svo létt en þetta er samt svo skelfilegt. Og kuldinn! Ég fyllist öryggisleysi. Ég get enn ekki andað. Ég sé ekkert enn. Það er eitthvað fyrir augum mínum. Þrýstingurinn farinn, mér finnst ég vera að springa út. Öfgarnar í hina áttina. Trýnið mitt. Einhver er að eiga við nefið mitt. Nú smýgur súrefni niður í lungun, kalt og nístandi. Ég anda ótt og títt til að prófa. Hægra augað opnast, vá allt grænt! Ég píri. Vinstra opnast, ég blindast og loka aftur. Það er eldur. Ég ætla að hafa það lokað.


Fékk í pósti tæra snilld...

Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona.Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína – hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.

Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að
elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í “Heiðursmannagrillinu” í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.

Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að
gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.

Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast. En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast – lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.Kveðja,
Jón Jónsson

Athugasemd ritstjóra:
Jón Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.
Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi einhvern veginn, án þess að
gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.


Andsk.....djö.....helv.

Búinn ad missa af henni!!!Bíddu, er ekki Britney enntå laus? Hvad med Parísi?
mbl.is Diaz ekki lengur á lausu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það tók...

meira en tuttugu ár að finna upp t.d. pensilínið.. í guðanna bænum haldiði áfram að reyna!!
mbl.is Engin lækning fundin þrátt fyrir 20 ára baráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vicevertinn vondi og Gulli litli aum........

Ég verð að benda öllum illa innrættum manneskjum á starf sem passar fullkomlega öllum óþverum heimsins! Það er að gerast vicecert hjá dönsku leigufélagi! Það er að vísu ekki vel launað en þar má fá útrás fyrir alla ólund og andstyggilegheit er rúmast í einu sálartetri. Þar hefurðu peninga sauðsvarts almúgans undir höndum til eignar og ábúðar og getur stolið og ákveðið einhliða hversu mikið þú villt taka af þeim og á meðan notið þess að sjá þjáninguna í andliti þessara aumingja sem varla eru matvinnungar.  Þau hafa að vísu alltaf staðið skil á leigunni en það gefur engan rétt til að slíta gólfum!! Svo þarf líka besti vinur minn sem vill svo skemmtilega til að á gólfslípunarfyrirtæki, að hafa eitthvað að gera. En vitið þið hvað; þetta er síðasta "indskud" sem Gulli litli aumingi lætur ræna af sér!!

Kynlíf, fólk og flutningar....

"Húrra, ég get búið um" heyrði ég innan úr svefnherbergi í gær "og labbað í kringum rúmið". Staðreyndin er sú að við höfum aldrei haft stærra svefnherbergi og það sem meira er að við höfum alltaf haft eitt ef ekki tvö börn inni og uppí. Hlakka ég mikið til að geta jafnvel splæst í kynlíf þegar fram líða stundir en þetta er nú kannski ekki vettvangur slíkra umræðna en ég hugsa að barnafólk í þrengslum veit hvað ég er að tala um. Aldeilis óskilt þessari umræðu langar mig að þakka okkar góðu vinum Andra sauðkrækingi og Helga sem ég veit ekki hvaðan kemur og bróður mínum bílaútgerðamanni sem hjálpaði mikið þó einhentur sé í augnablikinu.

 

Þangað til næst verið góð við hvort annað. 

Gulli litli glaði.. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband