Færsluflokkur: Bloggar
Þetta er stolinn frasi frá Óla á Keldulandi og var bara það fyrsta sem mér datt í hug. Sá í fréttum að nú eru 35 ár síðan Vestmannaeyjagosið átti sér stað. Ég fór að reyna muna hvar ég hefði verið þennan merkilega dag þegar vestmannaeyjingar streymdu til meginlandsins. Ég var í Melaskólanum (ásamt Hönnu Valdísi gott ef Björk var þar ekki líka) og að sjálfsögðu var gefið frí svo flóttamennirnir gætu komið sér fyrir í skólanum okkar. Ég og Bjarni Bjarnason gerðum okkur glaða daga í Skerjafirðinum á meðan við vorum í fríi. Við vorum 8 ára og höfðum nóg við að vera. Það eina sem við söknuðum var Sunna, kærastan okkar beggja að við héldum. Hún átti að verða konan okkar beggja og flytjast með okkur heim í Skagafjörðinn. Hún vissi aldrei um þessa tvo verðandi eiginmenn sína. Hvar ætli hún sé núna???? Þegar maður rifjar upp svona vandræðalega hluti, hlýtur maður að segja;ó, ég vildi ég væri dauður....
Gulli litli pínlegi..
Bloggar | 24.1.2008 | 12:54 (breytt 26.1.2008 kl. 15:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Engir eftirmálar af útför Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.1.2008 | 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þá þarf maður ekki óvini. Þetta eru mikil sannindi. En nú er ég bara að hugsa um pólitíkina í Reykjavík. Mér leiðist ákaflega pólitík og sú tík er nokkuð sem ég vil ekkert vita af. Nú eru búnir að vera 6 borgarstjórar á 5 árum og ég spyr; var þetta ekki bara ágætt þegar Davíð Oddsson réði bara öllu og enginn hafði neitt um neitt að segja nema hann??? Allavega er erfitt fyrir mann eins og mig búandi í útlöndum að fylgjast með hver ræður! Ég hélt á tímabili að ég réði einhverju heima hjá mér en .......rangt, því miður.
Gulli litli valdalausi.......og verður líklega aldrei borgarstjóri...
Bloggar | 22.1.2008 | 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ásamt öðrum útlimum, ég ákvað að hætta að blogga en nú hef ég ákveðið að hætta við að hætta. Hversu oft hefur ekki Mick Jagger ákveðið að éta hatt sinn ef hann verður ekki hættur í rokkinu fertugur, fimmtugur, sextugur og svo framvegis og svo framvegis....Ég þarf engan hatt að éta því ég bara hætti og byrjaði svo aftur og hana nú......
Gulli pínulitli...
Bloggar | 21.1.2008 | 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flensuveirur þrífast dögum saman á peningaseðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2008 | 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)