Færsluflokkur: Ljóð

Var Júdas lögfræðingur?

Um Júdas hefur verið mikið skrifað og rætt og ekki hefur karlinn alltaf farið vel út úr þeim umræðum. Almennt talin svikari og skúrkur. Þó hafa síðustu ár komið fram kenningar um að kannski hafi Júdas ekki verið svo slæmur eftir allt. Mönnum hefur dottið í hug að  hann hafi verið að framfylgja nákvæmlega því sem Jesú sagði honum að gera. Hvað um það, Júdas er samnefnari yfir svikara hvort sem hann á inni fyrir því eður ei. Hvað væri Júdas að gera ef hann væri á markaðnum í dag? Miðað við myndina sem okkur hefur verið gefin er ekki líklegt að hann starfi sem sjálfboðaliði hjá mæðrastyrksnefnd, er það? Í Kassagerðinni? Nei, ég held ekki. Í mínum pælingum væri hann lögfræðingur..... Það er auðvitað flestir lögmenn góðir menn en orðspor þeirra yfirleitt á svipuðum nótum og orðspor Júdasar...

 

JÚDAS LÖGFRÆÐINGUR

 

MESSÍAS VAR AÐ MÖNDLI SÍNU

AÐ MÁLA KROSSINN SINN RAUÐA

MEÐ SANDPAPPÍR FÍNAN OG FÚAVÖRN

SVO FLOTTAN AÐ GERA KAUÐA

Á BÍLASTÆÐI VIÐ BARÓNSSTÍG

BARÐI HANN RYÐ AF SAUMUM

Í HÚSASMIÐJUNNI HEFIL FÉKK

SEM HENTAÐI LÚKUNUM AUMUM

 

MEÐ CAMELPAKKA OG COKE Í DÓS

KARLINN VAR HÁLFPARTINN ÞUNNUR

ÞVÍ LÆRISVEINAR OG LALLI DJÓNS

OG LÉTTKLÆDDAR FRAKKAR NUNNUR

SEM DÖNSUÐU Í GÆR Í VEISLUNNI VILLT

 VITRINGABREIK AF NATNI

HANN Í FÁTI BREYTTI Í BRENNIVÍN

BLINDFULLRI FÖTU AF VATNI

 

EN JÚDAS LÉK VIÐ LITLA FINGUR

LEYFIÐ BÖRNUM AÐ KOMA TIL MÍN

ÉG BÆTA VIL MITT BESTA TRIX

OG BLINDUM AÐ GEFA SÝN

EN MESSÍAS MÆLTI TRIKKIÐ Á ÉG

OG MAÐUR ÆTTI EKKI STELA

EN JÚDAS KYSSTI Á ENNIÐ KALT

HEY KIPPIÐ BURT ÞESSUM DELA

 

Í STEININUM HAFÐI SOFIÐ Í NÓTT

SILFRIÐ VAR JÚDASAR NÚNA

EN FÉLAGARNIR HJÁ FÓGETA

SEM FENGIÐ LOKS HÖFÐU TRÚNA

OG LAUSUM SLEPPTU GEGN SKILORÐI

EF SEKTINA MYNDI HANN GREIÐA

OG SEKTINA GREIDDI EINHVER ÚTGERÐA-GAUR

MEÐ GÍRÓI NORÐAN HEIÐA

 

 

 

 

 

19/10 2005 -28/10.05. © ILLUG

e7-g-f-e7-fism-bm-d-e7

 

Lagið er í spilaranum hér við hliðina. Gítarhljómar og allt. Reynið að hafa skoðun á því sem hér stendur.............

 

Gulli litli svikahrappur... 

 


Svíkjaundanskatti og vera stoltur af því....

Ég nenni ekkert að blogga. Ég meina það er 20 gráðu hiti dag eftir dag og svo nennir enginn að lesa það sem maður bloggar. Maður liggur bara í garðinum með öl og ég meira að segja mútaði syni mínum til að slá garðinn gegn 50 dkr. staðgreiðslu skattfrjálst.........Set inn textann Svíkjundanskatti frekar en að setja ekki neitt. Lagið er í  tónspilaranum. Takið eftir AC/DC sólóinu í laginu.....

 

 

SVÍKJAUNDANSKATTI !

 

ÉG GERI ÞÉR TILBOÐ ÞÚ GREIÐIR MÉR

SVO GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞAÐ ENGINN SÉR

SVO GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR

 

 

ÉG VIL ENGA NÓTU HÚN NÝTIST EI MÉR

NURLAST ÞÓ SAMAN AUÐURINN HÉR

SAMT GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR

 

VIÐL.

 

SVO FJÁRI EKKI FATTI

FJALLKONUNNAR MAKK

ÉG SVÍK´UNDAN SKATTI

STEL ÖLLU FAR VEL TAKK

 

 

GET ÞÓ GERT BETUR BURTU ÉG FER

UM BYLJÓTTAN VETUR ORNA ÉG MÉR

ÞÓ GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR

 

 

 

23/2   1997  ©  ILLUG……..E-A-E-A-CISM-FIS……….VIÐL…..E-H-A-E-FIS-H-E

 

 

Reynið svo að hafa skoðun og syngja með. Þangað til að ég nenni einhverju, bæbæ.

Gulli litli letihaugur og skattsvikari............................................................................. 

 


Vefarinn mikli....

Þetta lag verður númer eitt á plötunni FÓLK FER sem kemur út um leið og einhver nennir. Þetta er svona hundleiðinlegt popplag í g dúr. Píkupopp af bestu tegund....Ef gítar er við höndina þá er bara að renna í vinnukonugripin og þau standa undir textanum!

 

Skelltu laginu á (lagið er í tónspilaranum)og lestu í leiðinni. Ekki gleyma að syngja með.

 

VEFARINN MIKLI

(systkini systkina minna)

 

Fremstur á ferð um ókunnar lendur

frægar eru þínar hendur

Í smart-fötum góðum frá í gær

fyrirgefðu , kemst ég nær

Eins og grískra guða siður

gríðarlega vaxinn niður

í augunum þínum sé ég eitt

að undir mér er ekki neitt

 

viðl.

 

Ertu systkini systkina minna ?

Sérð´ekki til okkar hinna ?

en ég aðeins vildi á mig minna

í einfeldni minni má ég kynna

mig fyrir þér

 

Allt sem almáttugur tekur

upp með kossi strax þú vekur

og allt þú gerir og allt þú tryggir

ef vantar hús, þá hús þú byggir

Allt sem fróðir þér reyna að færa

fyrir löngu ert búinn að læra

þeir heppnu fá að sjá þinn heim

og hlusta vel er þú kennir þeim

 

Listina þínir laga fingur

lifnar allt þegar þú syngur

Ef almúgann langar að yrkja brag

þú allan bætir og semur lag

Allur án þín minn hverfur kraftur

kemur strax er sé ég þig aftur

Síðan Davíð og drottinn földu sig

dísus kræst þá hef ég þig

 

7/10 2005. © ILLUG

em-g-am-c-d-em

viðl.g-d-em-c-bm-g-c-em-c-d-g

 

Þið kannist öll við týpuna. Öll komment vel þegin…góð og vond!

 

Gulli litli.

 


Tundur...

Gnauðar vindur kalt, golan nístir merginn inn

grætur sál þín sárt, þú svikinn ert um tilganginn

 

Um löngu liðna tíð að barni leiðist hugur þinn

lék sér frítt og frjálst, í draumi ertu hugfanginn

 

O hér ég er

o hér ég er

 

Ég græt nú vegna þín, græt nú líkt og aðrir menn

sem gefin er sú von að biðin sé á enda senn

 

O hér ég er

o hér ég er

 

Þú segist hafa kjark, í sigti hafa óvininn

Að skjót´ann er það lausn, stólpi undir heimsfriðinn?

 

Úr æsku hvíslar rödd, í eyrun hrópar samviskan

af afli finnur þig, óttasleginn lamaðan

 

O, hér ég bíð

o, hver vinnur stríð?

 

Maðurinn í sigtinu mundar vopn að þér

mátturinn í skotinu, líf þitt hverfur mér

 

Drýp ég höfði sár, dauðinn sendi vondan koss

dýrðleg minning þín, letruð öll á lítinn kross

 

O hér ég bíð

o hver vinnur stríð?

 

Sagan öll hún er, önnur upphaf fær

er eitthvað betra í dag, betra en í gær?


Svarið svíður

Ef þú ekki þolir svarið

ekki spyrja

ef þú ekki sérð fyrir endann

ekki byrja. 


Ljóðið Guðlaugur eftir Hrein drullusokk

 

 

Ég hélt þú værir dauður

sauður

svo varstu bara að drolla

rolla

 

Hreinn dullusokkur og skáld... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband