Færsluflokkur: Lífstíll
Öll þekkjum við Volvo 144. Þennan ferkantaða bíl sem karlarnir með hattana keyra. Mjög leiðinlegt útlit og þreytt finnst mér. Þó afskaplega dugmiklir og traustir bílar. En svona hafa ekki allir Volvo bílar verið. Það er að segja með "leiðinda famelíu vísitölu karla með hatt" útlit. Volvo hefur átt skemmtilega og sportlega spretti í hönnun. Svo sportlega að bíllinn þeirra hefur komist í sjónvarpspennu-þáttaröðina The Saint eða Dýrðlingurinn eins og mig minnir að þættirnir hafi heitið á ástkæra ylhýra. Þar ók Roger Moore ofur- töffari Volvo p1800.....Um miðjan sjötta áratuginn vantaði Volvo sportbíl inn í sína framleiðslu eftir hörmungarsögu p1900 bílsins sem var algerlega misheppnaður. P1900 seldist aðeins í 68 eintökum! Hugmyndina af p1900 fékk einhver snillingurinn hjá Volvo þegar hann sá Corvettu á sýningu. Bíllinn var framleiddur úr trefjaplasti eða fiberglass. Bíllinn var hörmulegur í alla staði og var hætt við framleiðslu eftir þessi fyrrnefndu 68 eintök, og bíltúr sem einhver yfirmaður Volvo fór á svona bíl og hélt að hann myndi hrinja yfir sig. En þá aftur að p1800 bílnum. P1800 var framleiddur með b18 vél og svo seinna b20. Hann varð þokkalega vinsæll og var framleiddur frá 1961 til 1973 í 47.492 eintökum og er mjög eftirsóttur bíll hjá söfnurum í dag. P1900 er auðvitað mjög vinsæll líka hjá söfnurum í dag og þar sem mjög fá eintök eru til. Þá að enn einum Volvo. Við semsagt munum öll þennan leiðinlega trausta Volvo 144. Bandaríkjamenn á þeim tíma (sjöunda áratugnum) gerðu aðallega kröfur um tvennt þegar kom að bílum. Þeir áttu að eyða miklu bensíni og vera með langt húdd (hood). Svar Volvo við þessum kröfum kanana, var einföld. Þeir tóku Volvo 144 og lengdu hann um 15-20 cm, bættu tveimur cylindrum(b30) við og leðurinnréttuðu og kölluðu Volvo 164. Þetta er auðvitað smá einföldun. Bíllin er mjög sportlegur að framan. Minnir á Rolls svei mér þá. Hann var fyrst hannaður seint á sjötta áratugnum og þá fyrir heimamarkað sem þótti of lítill. Svo var rykinu dustað af hugmyndinni er bandaríkjamenn fóru að krefjast meiri luxus og stærri véla. Volvo 164 var framleiddur frá 1969 til 1975 í 146.008 eintökum. Þetta skrifa ég eingöngu af því ég er svekktur yfir því að fá ekki að fá ekki svör við spurningu minni um Adam og Evu og það getur meira en vel verið að ég haldi áfram svona leiðindum. Þar hafið þið það...
Gulli litli fílurass...
Lífstíll | 19.9.2008 | 10:45 (breytt 20.9.2008 kl. 12:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
eiginkonu minni til mjög margra ára myndi misskilja það eitthvað ef ég kæmi með 85 kellur til viðbótar á heimilið....Ég held ég láti ekkert á það reyna......
Gulli litli einnar konu maður....
Mælir ekki með að giftast 86 konum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 10.8.2008 | 14:16 (breytt kl. 14:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn. Við búum svo vel að fá marga gesti okkur til ánægju og gleði.
Pabbi og amma rock komu og koma svo aftur seinna......
Svo héldum við veislu með vinum okkar í Danmörku.....fyrst var borðaður eðalmálsverður..
Það vantar því miður aðalmanneskjuna hana Kittu á myndina, því hún mundar vélina. Börnin borðuðu í sólstofunni....
Mér sýnist þau hafa skemmt sér vel........
Allir vinir.........
Svo var gripið í Gibsoninn og utan um konuna....
Svo sváfu allir sáttir...Þraungt meiga sáttir sofa..eða sátt meiga þraungir sofa....svefn meiga sofa þraungir...ég meina það fóru svo bara allir að sofa eftir frábæra skemmtun......Það er gaman að eiga góða vini og fjölskildu......(guð hvað þetta var væmið)...
lottaluv
Gulli litli...
Lífstíll | 20.5.2008 | 14:57 (breytt kl. 16:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ég veit að maður á ekki að vera kvarta yfir lífinu í Dk. Við berjumst ekki við hrun í efnahagslífinu, hér er enginn Framsóknarflokkur(hann er reyndar horfinn á Íslandi líka), engin verðtrygging, sáralítið ef nokkuð atvinnuleysi, sól og yfir 20 gráðu hiti hvern dag, og bjórinn á þannig verði að maður hefur vel ráð á að vera róni. Yfir hverju er þá möguleiki að kvarta? Jú, það er mjög erfitt að finna rabbabarasultu í Danmörku! Jarðaberja, hindberja og allskonarberjasultur fást. Ég hef fundið rabbabarasultu en þá blandaða með jarðaberjum. Það er ekki rabbabarasulta! Ég vil bara venjulegt rabbabarasultutau eins og maður fékk á vöfflurnar í Skagafirðinum í gamla daga! Bjargvættur minn og stoð og stytta í lífinu barg mér frá nauð, og sauð uppskeru sumarsins af rabbabara í sultu......Stefnt er á vöfflukaffi um helgina.......
Gulli litli jammari...
Lífstíll | 8.5.2008 | 15:29 (breytt kl. 15:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þessi færsla er ætluð þeim sem búa við þessar tilkynningar árið um kring. Hjá okkur minnir ekkert á ófærð eða skafrenning eða keðjur......
Þetta var tekið í dag í garðinum okkar og hér er ekkert sem minnir á fjallvegi enda lítið um þá í Danmörku......
Hér er svo ein af Auði Ísold á froskaveiðum...Hver veit nema prinsinn eini sanni bíði froskalíki! Er hægt að hugsa sér betra líf, ég bara spyr?????
Gulli litli rómó.....
Lífstíll | 5.5.2008 | 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sá hann í Voxhall í Aarhus fyrir tveimur árum. Entertainer af bestu gerð. Ég hef sjaldan verið svona heillaður á tónleikum......Frábær listamaður á ferð!
Gulli litli aðdáandi...
Mugison hefur margar sögur að segja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 5.5.2008 | 08:26 (breytt kl. 14:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég nenni ekkert að blogga. Ég meina það er 20 gráðu hiti dag eftir dag og svo nennir enginn að lesa það sem maður bloggar. Maður liggur bara í garðinum með öl og ég meira að segja mútaði syni mínum til að slá garðinn gegn 50 dkr. staðgreiðslu skattfrjálst.........Set inn textann Svíkjundanskatti frekar en að setja ekki neitt. Lagið er í tónspilaranum. Takið eftir AC/DC sólóinu í laginu.....
SVÍKJAUNDANSKATTI !
ÉG GERI ÞÉR TILBOÐ ÞÚ GREIÐIR MÉR
SVO GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞAÐ ENGINN SÉR
SVO GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR
ÉG VIL ENGA NÓTU HÚN NÝTIST EI MÉR
NURLAST ÞÓ SAMAN AUÐURINN HÉR
SAMT GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR
VIÐL.
SVO FJÁRI EKKI FATTI
FJALLKONUNNAR MAKK
ÉG SVÍK´UNDAN SKATTI
STEL ÖLLU FAR VEL TAKK
GET ÞÓ GERT BETUR BURTU ÉG FER
UM BYLJÓTTAN VETUR ORNA ÉG MÉR
ÞÓ GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR
23/2 1997 © ILLUG ..E-A-E-A-CISM-FIS .VIÐL ..E-H-A-E-FIS-H-E
Reynið svo að hafa skoðun og syngja með. Þangað til að ég nenni einhverju, bæbæ.
Gulli litli letihaugur og skattsvikari.............................................................................
Lífstíll | 4.5.2008 | 16:42 (breytt kl. 16:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sonur bílagúrúsins Henry Ford´s hét Edsel Ford. Hann hafði að því er virtist meðfæddan hæfileika í allri hönnun í sambandi við bíla. Á þriðja áratug síðustu aldar breytti hann meðal annars T Fordinum í A Ford sem er miklu líkari bílum vorra daga en T Fordinn var miklu meiri dráttarvél en bíll að mínu viti. Á fjórða áratugnum náði hann svo miklum árangri með Zephyr týpunum...
Á sjötta áratug síðustu aldar stóðu Ford verksmiðjurnar frammi fyrir því að vanta svar við luxus milliklassabílum Crysler og GM. Ford hafði svosem milliklassabíl undir nafni Mercury og dýran lúksusbíl undir nafni Lincoln, en taldi sig vanta týpu þarna á milli. Þess vegna var verkefnið E bíll(E car) sett í gang , skírt í höfuðið á þá hinum látna Edsel(dó úr krabbameini 1943). Peningar voru ekki sparaðir í verkefnið. En vorbrigðin urðu mikil þann fjórða september 1957 þegar bíllinn var frumsýndur.Á þessum árum voru kanarnir aðeins byrjaðir á að minnka krómið nema auðvitað Buick.
Þótti Edselinn ekki svara kröfum dagsins og þótti gamall frá fyrsta degi. Einnig komu upp gæðavandamál sem að einhverju leiti tengdust því að bíllinn var settur saman á Mercury færibandinu og vandræði leyndust í að skipta yfir í Edsel (sögusagnir). Svo audvitad teletuch skiptingin sem vandræði voru með í byrjun. Áætlanir gerðu ráð fyrir 200.000 bílum seldum árið 1958. Salan reyndist hinsvegar aðeins 63.107 bílar sem var aðeins 1% af bílasölu í USA það árið. 1959 seldust rúmlega 44.000 bílar og 1960 bara um 3000 stk.
Ævintýrið í kringum Edsel bílinn varð Ford apparatinu mjög dýrt og var talað um að tapið hefði ekki unnist upp fyrr en með velgengninni á Mustang bílnum sem allir þekkja á sjöunda áratugnum. Nú hinsvegar hafa safnarar og aðrir dellukarlar veitt þessu floppi bílabransans uppreisn æru. Mér persónulega finnst þessi bíll alveg frábær og myndi fórna miklu til að eignast einn.
Þessum upplýsingum er stolið víðsvegar að á veraldarvefnum og svo auðvitað mín persónulega skoðun....
Gulli litli......
Lífstíll | 2.5.2008 | 10:22 (breytt 5.5.2008 kl. 22:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fer að ná eftirlaunaaldri. Ég er alinn upp í gamla landbúnaðartækinu. Nú er kynslóð sem thekkir ekkert annað en leðursætin í Range Rover....
http://www.visir.is/article/20080430/FRETTIR05/471024030
Gulli litli sveitalúði...
Lífstíll | 1.5.2008 | 00:22 (breytt kl. 02:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Peningar veita hamingju - séu þeir gefnir öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 22.3.2008 | 10:32 (breytt kl. 10:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)