Edsel floppið.....

Sonur bílagúrúsins Henry Ford´s hét Edsel Ford. Hann hafði að því er virtist meðfæddan hæfileika í allri hönnun í sambandi við bíla. Á þriðja áratug síðustu aldar breytti hann meðal annars T Fordinum í A Ford sem er miklu líkari bílum vorra daga en T Fordinn var miklu meiri dráttarvél en bíll að mínu viti. Á fjórða áratugnum náði hann svo miklum árangri með Zephyr týpunum...

Á sjötta áratug síðustu aldar stóðu Ford verksmiðjurnar frammi fyrir því að vanta svar við luxus milliklassabílum Crysler og GM. Ford hafði svosem milliklassabíl undir nafni Mercury og dýran lúksusbíl undir nafni Lincoln, en taldi sig vanta týpu þarna á milli. Þess vegna var verkefnið E bíll(E car) sett í gang , skírt í höfuðið á þá hinum látna Edsel(dó úr krabbameini 1943). Peningar voru ekki sparaðir í verkefnið. En vorbrigðin urðu mikil þann fjórða september 1957 þegar bíllinn var frumsýndur.Á þessum árum voru kanarnir aðeins byrjaðir á að minnka krómið nema auðvitað Buick.

1957-edsel


Þótti Edselinn ekki svara kröfum dagsins og þótti gamall frá fyrsta degi. Einnig komu upp gæðavandamál sem að einhverju leiti tengdust því að bíllinn var settur saman á Mercury færibandinu og vandræði leyndust í að skipta yfir í Edsel (sögusagnir). Svo audvitad teletuch skiptingin sem vandræði voru með í byrjun.  Áætlanir gerðu ráð fyrir 200.000 bílum seldum árið 1958. Salan reyndist hinsvegar aðeins 63.107 bílar sem var aðeins 1% af bílasölu í USA það árið. 1959 seldust rúmlega 44.000 bílar og 1960 bara um 3000 stk.

Ævintýrið í kringum Edsel bílinn varð Ford apparatinu mjög dýrt og var talað um að tapið hefði ekki unnist upp fyrr en með velgengninni á Mustang bílnum sem allir þekkja á sjöunda áratugnum. Nú hinsvegar hafa safnarar og aðrir dellukarlar veitt þessu „floppi“ bílabransans uppreisn æru. Mér persónulega finnst þessi bíll alveg frábær og myndi fórna miklu til að eignast einn.

 

Þessum upplýsingum er stolið víðsvegar að á veraldarvefnum og svo auðvitað mín persónulega skoðun....

Gulli litli...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Nei, nei mér fannst bara eins og einhver ætlaði að koma með athugasemd...

Gulli litli, 4.5.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Gulli litli

Margir sögðu framendann á Edsel líta út eins og "vagina".....Mér finnst það reyndar ekkert neikvætt en það átti að vera það.....

Gulli litli, 6.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband