Geðveiki má lækna en heimska er ólæknandi

Í Kastljósi í gær voru Karl Ágúst Úlfsson og Ólína Þorvarðardóttir að þrasa um Spaugstofuþáttin alræmda. Ég er nú svo illa innrættur að mér fannst Ólína "skjóta sér út í horn og mála sig í fótinn" í þættinum. Við hverju búast menn þegar menn fara í pólitík? Rauði dregillinn getur krumpast á leiðinni upp metorðastigann. Mig minnir að einhverntíman hafi verið hrópað að Jónasi frá Hriflu á fundi; Jónas, þú ert geðveikur! Hann svaraði með beittum húmor; Geðveiki má lækna, en heimska er ólæknandi!

 

Gulli litli geðveiki... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki góðar fréttir fyrir mig :)

Röggi (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Gulli litli

Nei þetta hljóta að vera vondar fréttir fyrir Rögnvald gáfaða!

Gulli litli, 29.1.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband