Fór á laugardaginn á frumsýningu í Musikhuset í Aarhus að sjá hið frábæra barnaleikrit Valhal 22,stuen t.v. Þetta er fræðandi blanda af Norðrænum sögum, grískri goðafræði og nútímanum með sitt einelti og kynþáttahatur. Hver hefði trúað því að óreyndu að Þór og Aþena yrðu ástfangin undir vökulu auga Óðins. Það gerðist eftir að Þór hafði reynt að ræna völdum í Sælgætislandi með hjálp Þórshamars og hégómagirndar. En eins og góð ævintýri endar þetta með að Aþena og Þór ná saman og verða prins og prinsessa í Sælgætislandi en Bumba verður áfram drottning....Mér er málið töluvert skylt því dóttir mín leikur Aþenu í leikritinu. Ég er semsagt að springa í tætlur af stolti og spyr; fylgjast íslenskir fjölmiðlar ekki með????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.