Skaftarnir, Helga, Gvendur og Bjarni...

Nú ætla ég á trúnó. Þannig er að á vafri mínu um veraldarvefinn rakst ég á nafn sem ég hafði ekki séð né heyrt lengi. Reyndar ekki alveg rétt því þetta er nákvæmlega sama nafn og afi minn heitinn bar. Hvað með það, semsagt Skafti Fanndal Jónasson. Ég uppgötvaði þarna að þetta var persóna úr fortíð minni sem ég sakna. Skafti er ári eldri en ég og við erum bræðrasynir og hinn Skafti Fanndal Jónasson er afi okkar beggja. Við Skafti eyddum saman unglingsárunum með eilífum fylleríum og partýstandi. Þarna er kannski komin ástæða þess að við misstum samband þegar hann flutti til Suður Dakóta í U.S.A. Einnig held ég að mörgum hafi þótt nóg komið af sukki okkar, og best væri að við værum ekki í nánu sambandi. Allavega, leiðir skildu, hverju eða hverjum sem það er nú að kenna. Á ég örugglega minn stóra þátt í því. Skafta frænda er allavega sárt saknað, en ég ylja mér við minningarnar um fjörið í denn.

Svo er það næsti Skafti Fanndal Jónasson sem ég sakna. Það er afi minn, einn almesti töffari sögunnar. Hann dó í hárri elli fyrir nokkrum árum. Þar fór átrúnaðargoð mitt og einn besti vinu sem völ er á..

Helga Erlendsdóttir bóndi í Laugarholti. Árið 1969 var ég fyrst sendur í Laugarholt (mér var stöðugt hótað Breiðuvík en sem betur fer...)þá var barnaheimili þar fyrir svona börn eins og mig (sem ekki var slegist um að eiga). Við vorum 20 fyrsta sumarið og fækkaði svo ört og 1973 var ég orðinn einn eftir. Féló borgað með mér fyrsta sumarið en eftir það var ég bara af því Helgu þótti svo vænt um mig og vildi hafa mig. Ég kom síðast í Laugarholt níutíu og eitthvað og þá var tekið á móti mér eins og ég hefði bara skroppið í kaupstaðinn. En einhvern veginn tekst mér ekki að halda sambandi við svona fólk sem reyndist mér vel og krafðist einskis. Ef Helga er á lífi enn og einhver les þetta má sá hinn sami bera henni ástarkveðjur frá Gulla litla.

Guðmundur Ásmundsson er enn eitt nafnið sem ég sakna. Hitti hann síðast árið 2000 held ég. Þá hafði hann upp á mér. Hann flutti til Norður Karólínu í U.S.A. fyrir 1990. Ég bar ekki gæfu til að varðveita heimilisfang hans né e-mail. 

Bjarni Bjarnason æskufélagi úr Skerjó. Okkur var hálfpartinn stíað í sundur út af einhverjum strákapörum og hundómerkilegum prakkarastrikum. Hann er mjög mikið metinn rithöfundur í dag og ég held og vona að honum gangi  bara vel. Ég bara vona að ég rekist á hann einhvern tímann.

Ef einhver þekkir einhvern þá látið vita. Ég vil gjarnan finna þá sem enn lifa og vilja finna mig...

Gulli litli væmni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HeHe,ég fann þig.Já það er alltaf leiðinlegt er ástvinir mans fara.

jobbi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Gulli litli

Já Jobbi vid erum einmitt gott dæmi um svonalagad. Hvad eru 25 ár sídan vid sáumst sídast og áttum Cortínu í hlutafélagi? Svo rákumst vid á hvorn annan á blogginu og eigum vonandi eftir ad hittast og rifja upp gamla og góda tíma!

Gulli litli, 26.2.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Gulli litli

that er ad segja thad litla sem vid munum...

Gulli litli, 26.2.2008 kl. 22:04

4 identicon

Já Gulli minn,hvernig skyldi nú minnið vera?Já það væri nú reglulega gaman að hittast og taka smá upprifjun.

jobbi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband