Það er svo mikil gúrkutíð hjá mér núna. Sumarið er komið og maður heyrir ekkert annað en í fuglunum sem eru á fullu í sinni árlegu hreiðurgerð og ástaratlotum. Gestir sumarsins byrjaðir að reka inn nefið. Númi bróðir minn opnaði sísonina með sinni heimsókn. Hann kom með börnin sín, Birtu og Kristófer (Trukk frænda) og við hugguðum okkur í nokkra daga ásamt Óskari bróður okkar og co. Alltaf mjög gaman þegar Númi rekur inn nefið. Næst kemur hann með kvinnuna sína og nýja barnið sem er væntanlegt í næsta mánuði. Talandi um börn þá var Jonni frændi minn að fá fjórðu stelpuna nú á dögunum. Til hamingju með það. Þetta er orðið dágott kvenfélag hjá þér! Næst kemur strákur. Nú er búið að blogga heilmikið um nákvæmlega ekkert!!
Gulli litli núll og nix...
Athugasemdir
Til lukku með þetta allt saman! Þetta er nú góður pakki, sérstaklega hann Númi kallinn.
Sástu Hallbjörn koma ríðandi á hvítum hesti á inn á Laugardagsvöllinn um árið, eða sástu hann á deild 33 á Lansanum?
Hvað ertu annars að brasa þarna í Danaveldi, svona frá degi til dags, Gulli minn?
Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 17:02
Ég hafdi Hallbjørn lengi fyrir augum. Í Danmørku er ég bara ad lifa lífinu og reyni ad vinna ekki meira en svona 32 tíma í viku, nýt fjølskildulífsins, sem tónlist og klappa Volvonum mínum.....svo skola ég thessu nidur med Tuborg..
Gulli litli, 22.4.2008 kl. 18:58
P.s. Steini, ég reyni líka ad vara mig á verdbólgunni!!!
Gulli litli, 22.4.2008 kl. 19:07
Thú getur sagt thad sama og kúrekinn fordum daga, thetta vinsæll.. og medvitadur um thad, hehe. Annars er gott ad sumarid er farid ad láta sjá sig hjá ykkur. Hér er bara sól og blída og 16 stiga hiti í skugga.... pssstt... kanastu vid hljódid? ...Tuborg!...på boks Gledilegt sumar!
Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 23.4.2008 kl. 14:49
Gleðilegt sumar Þóra Lísa, þetta hljómaði eins og Carlsberg...
Gulli litli, 23.4.2008 kl. 14:57
hehe, Tuborg, carlsberg, viking, Thule.... á medan hann er ískaldur thá er ég í gúddí fíling
p.s! ertu búinn ad sjá aukafréttatímann sem sendur var í hádeginu á ruv.is? allt brjálad heima vegna mótmæla gegn háa olíuverdinu
Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:18
Ég veit ekki hvort ég get thakkad nægjanlega fyrir að vera EKKI í bílaútgerð núna!!!!!!!!
Gulli litli, 23.4.2008 kl. 19:29
uss já, thetta er all svakalegt ad sjá
Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 23.4.2008 kl. 19:48
Löggan sgist hafa tekið þá með TRUKKI :)
Röggi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:45
Teir verða allir vinir fyrir rest löggan og trukkararnir. Kannski setja teir upp hringa.........felguhringa....
Gulli litli, 23.4.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.