Ég nenni ekkert að blogga. Ég meina það er 20 gráðu hiti dag eftir dag og svo nennir enginn að lesa það sem maður bloggar. Maður liggur bara í garðinum með öl og ég meira að segja mútaði syni mínum til að slá garðinn gegn 50 dkr. staðgreiðslu skattfrjálst.........Set inn textann Svíkjundanskatti frekar en að setja ekki neitt. Lagið er í tónspilaranum. Takið eftir AC/DC sólóinu í laginu.....
SVÍKJAUNDANSKATTI !
ÉG GERI ÞÉR TILBOÐ ÞÚ GREIÐIR MÉR
SVO GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞAÐ ENGINN SÉR
SVO GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR
ÉG VIL ENGA NÓTU HÚN NÝTIST EI MÉR
NURLAST ÞÓ SAMAN AUÐURINN HÉR
SAMT GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR
VIÐL.
SVO FJÁRI EKKI FATTI
FJALLKONUNNAR MAKK
ÉG SVÍK´UNDAN SKATTI
STEL ÖLLU FAR VEL TAKK
GET ÞÓ GERT BETUR BURTU ÉG FER
UM BYLJÓTTAN VETUR ORNA ÉG MÉR
ÞÓ GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR
23/2 1997 © ILLUG ..E-A-E-A-CISM-FIS .VIÐL ..E-H-A-E-FIS-H-E
Reynið svo að hafa skoðun og syngja með. Þangað til að ég nenni einhverju, bæbæ.
Gulli litli letihaugur og skattsvikari.............................................................................
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Tónlist | 4.5.2008 | 16:42 (breytt kl. 16:43) | Facebook
Athugasemdir
Mér þótti merkilegt að það þurfi að slá garðinn...... hér er ekki eitt grænt strá..
Guðni Már Henningsson, 4.5.2008 kl. 21:15
þetta er í þriðja sinn sem garðurinn er sleginn svo það er komið sumar hér. Byrjaði reyndar að grænka í febrúar...
Gulli litli, 5.5.2008 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.