Eða þannig......ekki kannski sex............eiginlega ekki heldur drugs........ok þá, bara smá rock´n roll. Þannig er að yfir trommari Vindhælishrepps forna kíkti til mín í heimsókn ásamt sinni fallegu fjölskyldu. Það var virkilega gaman og það er aðeins eitt sem ég ætla að kvarta yfir; Þegar maður heimsækir gamlan félaga sinn sem er búinn að búa í útlöndum lengi, þá stoppar maður lengur en í örfáa klukkustundir! (Hafðu það Þröstur). Þröstur Árnason er eftir að ég flutti einn fallegasti maður Skagastrandar (jafnvel þó að útbærinn og Mýrin séu meðtalin). Hann er einn af betri trommuleikurum Höfðahrepps þó að leitað væri langt upp fyrir rúlluhlið! En semsagt rifjaðir upp gamlir og góðir tímar og talað um að nú verðum við að fara að spila eitthvað......Virkilega gaman að fá þau í heimsókn...
Annað mál: Þorsteinn Jónsson vöruflutningabílstjóri og gamall félagi á Blönduósi vann lagakeppni Húnavökunnar og gladdi það mitt gamla hjarta. Öðlingur þar á ferð og vonandi gott lag sem ég hlakka til að heyra
Gulli pulli....
Athugasemdir
Gaman gaman...
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.7.2008 kl. 16:00
Ekkert nema gaman..
Gulli litli, 18.7.2008 kl. 18:31
... hvar getur maður náð í þetta lag?
Brattur, 19.7.2008 kl. 08:52
Það er nefnilega það sem ég ekki veit...
Gulli litli, 19.7.2008 kl. 09:42
Diskurin heitir Vökulögin 2008 og ágóði sölu rennur til krabbameinssjúkra barna.....Af hverju ert þú ekki farinn út í búð að kaupa diskinn?
Gulli litli, 19.7.2008 kl. 09:46
Heyrðu ég ætla að kíkja á þennann disk...um að gera að styrkja gott málefni... kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.