Fari það svoleiðis í sótbölvað.........

Ég er mjög eða tel mig vera mjög meðvitaðan í neytendamálum. Verð mjög "hissí" eins og Danirnir segja ef mér finnst á mér brotið og ég ekki fá það sem ég borga fyrir. Ég var því snöggur upp á lagið þegar internettengingin mín hætti að virka. TDC er fyrirtæki hér í Dk sem er þekkt fyrir annað en liðlegheit í samskiptum við hinn almenna neytanda. Ég ákvað því að koma mér í hið versta skap (mjög vond sköp) áður en ég myndi hringja og kvarta. Það gekk mjög vel og var ég orðinn foxillur löngu áður en ég hringdi. Þegar ég var búinn að intast 1 2 3 eða 4 svona 18 sinnum án þess að fá að tala við lifandi manneskju var ég orðinn froðufellandi og afmyndaður af bræði og mátti nú illa við miklum áföllum útlitslega séð. Loksins svaraði stúlka með ekkert nema silki í röddinni "TDC kundeservis". Ég jós úr skálum reiði minnar yfir ræfilskonuna og ættmenni hennar svona fjóra ættliði aftur. Fékk að tala við deildastjóra og einhver mikilmenni innan TDC og var nú svo komið að ég var búinn að skamma allt frá sendlinum á reiðhjólinu upp í stjórnaformanninn í eignarhaldsfélaginu. Nú skildu þeir sko ekki voga sér annað en að hafa internettenginguna mína í topplagi, nóg borgar maður nú samt! Nú var kominn tími til að róa sig og fá sér einn kaldann. Þá hringir síminn og ég svara; halló. Já, góðan dag ég heiti Jan hjá TDC kundeservis. Jæja, hugsaði ég, á nú loksins að biðja mann afsökunar á því hvernig þeir haga sér....ég var ískaldur og pollrólegur. Þú hefur verið í erfiðleikum með nettenginguna þína er það ekki? Jú, svaraði ég sigri hrósandi. Já, einmitt sagði Jan, það eina sem hægt er að gera í þessu máli þínu er að þú borgir reikninginn þinn! Eh...bor...ha...böh ..já ...undskyld...ja...hm....ok.......tak skal du have.

Gulli litli neytendafrömuður... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já það þarf víst að borga reikningana til að halda þessu gangandi.... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 23.7.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Kannast við þetta,án þess þó að ætla að segja svipaða sögu hérna..

Guðni Már Henningsson, 23.7.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Gulli litli

Ég á mér smá málsbót, thví ég vissi ekki betur en ad allt væri í greidsluthjónustu og rinni bara sjálfkrafa í greidslu. Thad gleymdist ad skipta um adressu á reikningunum...en skemmtilegt og mátulegt á mig.....

Gulli litli, 23.7.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Marta Gunnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:08

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2008 kl. 18:51

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahahaha

en gott þú náðir samt eðal fjasi fyrst

Brjánn Guðjónsson, 25.7.2008 kl. 17:49

7 Smámynd: Brattur

úpps... já... það er ekkert grín lenda í svona löguðu... segi eins og Guðni... ég kannast við svipaðar sögur þar sem stærsta ósk viðkomandi var að sökkva í jörðu á staðnum eða skjótast til himins...

Brattur, 25.7.2008 kl. 21:19

8 Smámynd: Gulli litli

Nákvæmlega; hverfa af yfirborðinu....

Gulli litli, 26.7.2008 kl. 10:13

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta eru skepnur Gulli

Haraldur Bjarnason, 27.7.2008 kl. 10:24

10 Smámynd: Gulli litli

Já þetta er vont fólk....

Gulli litli, 27.7.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband