Ég hef verið að gera tilraunir á blogginu. Ég hef prófað að skrifa eitthvað beint frá hjartanu og um persónulega hluti. Ef þú skrifar um persónuleg mál sem skipta þig öllu máli þá fjara heimsóknirnar út. Einn möguleikinn er auðvitað sá að þú sért bara svo óspennandi persóna að enginn nenni að kíkja inn í hugarheim þinn. Síðasta færsla mín fjallar um píkuhár einhverrar leikkonu. Daginn fyrir færsluna fékk ég 13 heimsóknir en í gær eftir píkuhárabloggið nærri 400. Ég á erfitt með að trúa því en píkuhár á konu sem ég nenni ekki einu sinni að muna hvað heitir séu mun áhugaverðara umfjöllunarefni en ég og það sem mér dettur í hug....Kannski ég semji kvæði um skapahár....hm...spennandi.
Gulli litli sérlegur píkuhárafréttaritari mbl.is
Flokkur: Bloggar | 28.7.2008 | 09:15 (breytt kl. 09:25) | Facebook
Athugasemdir
haahahha....þú segir nokkuð.. en ég reyni að standa mig í stykkinu að kommenta hjá mínum bloggvinum sama hver umræðan er.... þekki hvernig það er að fá ekkert komment... já það er spurning um þetta með óspennandi persónuna En fyrir mér ert þú alls ekki óspennandi persóna. Það er gaman að lesa bloggin þín, og takk fyrir mig. Kv. Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:19
Já, Gulli, þetta er athyglisvert en satt og það er nú hálf sorglegt að áhugamál fólks sé svona einhæf og lítið gefandi.... eða allavega frá mínum bæjardyrum séð.
En að öðru, Brynjuísinn var ekki alveg fyrir minn smekk, mér finnst rjóminn betri.
Marta Gunnarsdóttir, 29.7.2008 kl. 11:52
sussu, hvers eigum við karlpeningurinn að galda? værum við kvenkyns gætum við í senn rætt um okkur og píkuhár. sameinað þetta og rætt um eigin píkuhár.
Brjánn Guðjónsson, 29.7.2008 kl. 12:01
Gulli minn litli, þú heldur þig bara við píkuhárin......þú manst það var líka greitt í píku......bloggaðu um það.
Haraldur Bjarnason, 29.7.2008 kl. 21:33
Já kannski Gulli litli alþýðupíka geri það að sérsviði sínu að gera ritgerðir um náraháravöxt fólks....nei held ekki.....vil heldur færri gesti...Takk fallega fólk, ad kommenta...
Gulli litli, 29.7.2008 kl. 22:07
vildi bara kvitta fyrir innlitið :)
Stína Blöndal (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:22
Hún er nú óttalega sæt hún Sienna. Ég sá hana fyrir utan klúbb í London í fyrra. Hún var reyndar í fötum svo ég sá ekki skonsuna á henni.
Fyrir utan sama klúbb hafði Amy Winehouse ælt nokkrum dögum fyrr.
Það hefur eflaust gerst aftur síðan.
Ingvar Valgeirsson, 30.7.2008 kl. 11:45
Ég væri til í að æla með Amy og Sienna einhverntíman...
Gulli litli, 30.7.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.