Bösk á Skagaströnd...

Lífið er saltfiskur var gjarnan sagt í denn. En þegar kvótinn er farinn úr byggðalaginu þá er lífið ekki lengur saltfiskur né nokkur annar fiskur. Skagstrendingar hafa snúið sér að utankvótategundum eins og menningu og listum. Þegar maður les um dugnað fólksins þar og hugmyndaauðgi, fyllist maður stolti yfir að hafa einu sinni verið hluti af þessu samfélagi. Nýjasta hjá Sköggum er að KK tónlistamaðurinn geðþekki kenni mönnum að böska...

 

http://www.skagastrond.is/vita.asp?singleNews=1291

 

http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=3916

Nes list er annað verkefni Skagstrendinga. Skagaströnd rokkar feitt eins og unglingavandamálin okkar segja.

Skagaströnd.......Keep on rockin..

Gulli litli fyrrverandi Skaggi.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Fyrirgefðu Gulli minn en ég var svo mikill mömmustrákur fór venjulega ekkert úr húsi eftir 22, svo ég spyr :Hvað er BÖSKA?

Er þetta eitthvað sem mun gefa bæjarfélaginu einhverjar hundruðu milljóna í tekjur?

Gengur maður bara um göturnar.....Fyrirgefðu vegslóðana á Skagaströnd hoppansi eins og hæna með puttann upp í loft og segist vera BASKARI? 

KANNSKI MAÐUR PRÓFI.......... 

S. Lúther Gestsson, 30.7.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Gulli litli

Bösk er götuspil og hefur ekkert að gera með að maður sé mömmustrákur eður ei ......Hefurðu verið á Strikinu í Kaupmannahöfn og hlustað og horft á götulistamenn? Hent pening í hattinn þeirra? Nei þetta er ekkert sem bjargar sveitafélaginu og getur gefið þegnunum von.

Gulli litli, 30.7.2008 kl. 13:54

3 Smámynd: Gulli litli

en getur gefið þegnunum von átti þetta að sjálfsögðu að vera...

Gulli litli, 30.7.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Er ekki hægt að gera út á ísbjarnarveiðar þarna? Eða er kominn kvóti á þá?

Ingvar Valgeirsson, 30.7.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Gulli litli

Allar bloggsídur landsmanna fara á hlidina ef einhver minnist á ad skjóta bangsimon litla.....

Gulli litli, 30.7.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þekki ekki böska, en spilaði hark í gamla daga.

lífið er saltfiskur, það segirðu satt. bauð föðurbetrungunum upp á klassískan soðinn saltfisk í kvöld, með potató, hamsatólg og hangifloti eins og hver vildi. nauðsynlegt að kynna fyrir þessari kynslóð eitthhvað annað en pizzur, hamborgara og KFC.

Brjánn Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 03:33

7 Smámynd: Gulli litli

Ég gæfi næstum af mér handlegg fyrir góðan saltfisk og hamsa...fínt fæði á börnunum þínum Brjánn...

Gulli litli, 1.8.2008 kl. 11:51

8 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

mmmm, hamsatólg og saltfiskur, er barasta nammi namm, nú erum við að tala saman.  allur þessi góði matur sem ekki er hægt að fá erlendis, illan gæti þyngst um 10 kg bara við að koma við í eldhúsinu hennar mömmu. 

p.s. stefni á að kíkja á Böskið og skemmta mér konunglega

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 1.8.2008 kl. 18:52

9 Smámynd: Gulli litli

gott að komast í eldhúsið hjá mömmu.....

Gulli litli, 2.8.2008 kl. 12:10

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einu sinni Skaggi, alltaf Skaggi. Var einhver að bjóða í saltfisk?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2008 kl. 13:09

11 Smámynd: Gulli litli

Já Axel, þannig er þetta bara...

Gulli litli, 5.8.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband