Nútíminn, Ferguson og Facebook..

Þó ég sé ekki gamall maður að aldri til, þá  hafa hlutirnir breyst hratt frá því ég var lítill. Ekki það að ég sé neitt sérlega stór í dag. Að vísu er ég alinn upp á afskektum annesjum norðanlands þar sem tíminn tók enginn heljarstökk áfram. Svona sem dæmi kom rafmagnið í Skefilstaðahreppinn 1976 og síminn varð sjálfvirkur 1981 ef ég man rétt. Það var aldrei sjónvarp heima hjá mér en maður lét sig hafa það að fara ríðandi þriggja kílómetra leið, ef eitthvað var spennandi á dagskránni, því sjónvarp var á næsta bæ, Hvalnesi. Það er að segja ef við fengum dagskránna því póstinn fengum við einu sinni í viku (pósturinn Hlöðver Þórarinsson ók Land Rover)og þá hljóp maður tveggja kílómetra leið beint upp fjallið til að ná í vikuskammt af Tímanum og Frey. Ég er semsagt alinn upp með rollum, Land Róverum og Fergusonum. Æska dagsins í dag veit sjálfsagt ekki hvað Land Rover(nema auðvitað Range Rover með dvd og leðursætum) og Massey Ferguson er. Að sama skapi er æska dagsins í dag okkur framar í tölvum sem ég hræddist lengi. Sex ára dóttir mín hjálpar pabba sínum oft í tölvunni. Ég gæti hinsvegar leiðbeint henni helling varðandi dráttarvélar, ef við þyrftum eitthvað á þeim að halda.

Ég er loksins orðinn dús við kerfið hér á mbl og nokkuð öruggur í sýsteminu þegar mér er bent hversu hallærislegur ég er. Nú er málið að hafa Facebook! Það nennir ekki nokkur maður að blogga lengur.

Það er bara eitt að segja um þetta; Nútíminn er trunta! 

 

Gulli risaeðla.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef þú ert rizaeðla, þá er ég líklega ~steingervill~ á bleikum flókaskóm.

Þú ert sumsé ´skaffóskríll' undan 'skagavötnum'.

Fézbókin hugnazt mér lítt..

Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

...með tóman grautarhaus

hjartað það er hrímað,

því heilin gengur laus.

Mamma má ég sjá, mamma má ég sjaá...

Það er nú það, en Gulli minn, ég er nú ekkert í þessu Satebook eða hvað þetta heitir heldur, en er þó ansi mikið tölvudýr samt!

En þú vekur bara upp gamlar minningar frá æskubýli móður vorrar í A-Hún, þar sem ég kynntist þessu sama lífi og þú lýsir, engu sjónói,ísksáp eða sjálfvirkum síma, en þess í stað góðum gömlum svietasiðum, hlýju og alþýðlegu þeli við allt og alla, spenamjólk o.s.frv. að ógleymdum öðrum búháttum, engjaslætti og öllu sem honum fylgdi!

Ómetanlegt að ahfa kynnst þessu.

Magnús Geir Guðmundsson, 23.8.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Gulli litli

Steingrímur: Bleikir flókaskór fara okkur vel. Já, ég er úr landnámi Skefils og nágrenni. Fésbókina á ég eftir að kynna mér.

Magnús: Svo sannarlega heilbrigt líferni til sveita. Þar sem ég er allvel kunnugur í A-Hún líka og bjó þar lengi hefur þú vakið upp forvitni mína um ætterni þitt...

Gulli litli, 24.8.2008 kl. 08:57

4 Smámynd: Jac Norðquist

Hmmmm ég er svo vel tengdur Gulli, að ég er með pláss á Facebook líka, ásamt Moggabloggi og svo er ég með persónulega heimasíðu að auki !!! Facebook er reyndar afskaplega ofmetið fyrirbæri finnst mér.... og einkennileg árátta í stjórnendum þar að maður þarf sífellt að senda allan andskotann á "vinina" ef maður ætlar að snúa sér spönn frá rassi og skoða eitthvað sniðugt !! Æ þú sérð það ef þú skráir þig.. !! Bestu kveðjur

Jac

Jac Norðquist, 24.8.2008 kl. 14:38

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Afar athyglisverðar lýsingar á aðstæðum þínum á æskuárunum. Í hvert sinn sem ég spái í ''fyrri tíma'' verð ég undrandi á því hversu stutt er í rauninni síðan við komum út úr moldarkofunum og réttum úr bakinu (ekki endilega í þessari röð ). Ég t.d. hugsa til ömmu þegar talað er um ''áður en rafmagnið kom til'' en hún var fædd 1908. Eina manneskjan sem ég hef kynnst sem þoldi alls ekki kertaljós því það minnti hana á tímann fyrir rafmagn.

Þetta er skemmtilegur pistill og ég sá þig alveg fyrir mér ríðandi á milli bæja og hlaupandi í fjallshlíðum.

Persónulega þakka ég fyrir að ég slysaðist í vinnu hér á árum áður, þar sem ég þurfti á tölvum að halda því annars væri ég illa stödd í dag.

Tölvuleikir eru t.d. ofar mínum skilningi í flestum tilfellum.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Hvaða voða nostalgía er þetta? Þýðir ekkert annað en bara að kasta sér út í andlitsbókina og þittpláss og emmessenn og allt það.  Ekki það að ég hefði örugglega bara gott af því að ferðast aftur í tímann um nokkur (nokkuð mörg!) ár, vakna við fyrsta hanagal og út að slá grasið. Já æji veistu, ég held ég haldi mig bara við þessa öld. Finnst ágætt að vakna við símann minn, setja iPodinn í eyrun og kveikja á sjónvarpinu. En annars bara - C U m8, 10hí!

Sunna Guðlaugsdóttir, 24.8.2008 kl. 18:46

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já...

...ég er með tvö fésbókaraðgengi (annarsvegar ég sjálfur og svo gítarinn minn sem ég kveðst kvæntur þar), 3 sjálfsrýmisaðgengi (ég sjálfur og tvær hljómsveitir), aðgang hérna að tveimur bloggum, 3 bloggsíður annarsstaðar, málefnaaðgang og þértúbuaðgang hvar ég hendi upp myndböndum og svo videre og videre... 

...ég er hinsvegar ekki með bílpróf.

Talandi um Rover, þá er samt flottasti Roverinn sem framleiddur hefur verið, Cooper Mini í því formi sem þeir voru framleiddir út tíunda áratug síðustu aldar (áður en hlaupkallaformið kom á þá).

En... ef þú ert risaeðla, er ég, sem er af síðustu kynslóð þeirra sem muna sjónarpslausa fimmtudaga, þá týndi hlekkurinn? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.8.2008 kl. 18:58

8 Smámynd: Gulli litli

Jac; ég er að skoða Facebook og geri mitt besta, en hausinn á mér er svolítið "kaupfélags".

Jóna; Mér finnst þínar lýsingar á fjölskildulífinu, persónum og leikendum alveg óborganlegar. Og veistu, eins og amma þín get ég sagt fyrir rafmagnið því ég var ellefu ára þegar við fengum rafmagnið. Þú átt gott að hafa verið neydd í tölvukunnáttu!

Sunna; Já mín elskulega dóttir, þú hefðir gott af nokkrum sveitaárum..

J.Einar; Þú ert vel tengdur enda held ég að þú sért aðeins nýrri útgáfa en ég. Það er ekki langt síðan farið var að sjónvarpa á fimmtudögum en ég er mjög sammála þér með að Mini Cooper er málið... 

Gulli litli, 24.8.2008 kl. 22:00

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll aftur!

Þverárdalur skammt frá Bólstaðahlíð er bærin þar sem móðir vor ól mannin fram til tvítugs. Fluttist þá til Akureyrar.

Foreldrar Hennar hétu Gunnar og Ísgerður, einn sona þeirra, Árni, tók svo við af eim er þau fluttu líka hingað norður.

Annars máttu nú taka í sólskinsdóttur þína ef hún segist aftur ætla að "raka eða slá gras" passar nú ekki alveg í hið aldna sveitamál og fagra!Tún og eða Engjar var það heillin og hey!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.8.2008 kl. 17:58

10 Smámynd: Gulli litli

Kannast vel við svædid en neyðist til að spyrja mér eldra fólk út í nöfnin..Að öllum líkindum erum við frændur og það væri alveg mátulegt á þig! Hey og taða var líka notað...

Gulli litli, 26.8.2008 kl. 20:07

11 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Ég biðst afsökunar á fávisku minni, en það tók mig nógu asskoti langan tíma að rifja upp hvað "að klippa grasið í garðinum" héti á íslensku. En ég skal muna þetta þegar ég þarf einhverntímann að slá grasið/túnið/engjarnar og safna saman heyinu/töðunum o.s.fr. En það verður vonandi ekki í bráð ;)

Góðar stundir! 

Sunna Guðlaugsdóttir, 29.8.2008 kl. 20:50

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sunna er greinilega mikil myndarstúlka og fín dóttir!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 00:03

13 Smámynd: Gulli litli

Það geturðu verið viss um...

Gulli litli, 1.9.2008 kl. 12:05

14 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Thid erud lika alveg hreint agætir

Sunna Guðlaugsdóttir, 2.9.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband