Það deyja svo margir í Mogganum...

Ég hef aðeins minnst á truntuskap nútímans undanfarið varðandi alla tækni. Tölvutækni er góð og hefur hjálpað okkur til betra lífs en þessi annars ágæta tækni hefur líka sínar skuggahliðar. Til dæmis hefur þessi tækni verið vatn á millu fólks með annarlegar hvatir. Fólk með barnagirnd, mannætur og guð veit hvað. Þetta er meinvarp á tækninni. Amma mín sagði oft í gamla daga "æi, það deyja svo margir í Mogganum" eins og Mogginn væri ástæða þess að fólk dæi og því stórhættulegt plagg. Sjálfsagt er ég farinn að hljóma eins í dag og þá varðandi netið. En það er eitt sem pirrar mig verulega við tæknina. Farsímavæðing nútímans gerir það að verkum mér finnst ég vera að glata sjálfstæði mínu! Ég maður á fimmtugsaldri virðist ekki meiga sleppa því að svara símanum. Spurningar eins og "Hvar varstu, maður"? "Ég var að hringja í þig"! "Af hverju svararðu ekki símanum"?"Af hverju ertu með slökkt á símanum"? dynja á manni ef maður svarar ekki. Auðvitað meinar fólk ekki að þú meigir ekki vera í friði en hraðinn og upplýsingaflæðið er orðið svo mikið að það er farið að þrengja svolítið að persónufrelsinu er það ekki? Reyndar er ég heppinn með hvað fáir hringja í mig. Kannski er ég bara svona "kaupfélags" eða "afdala" en mér finnst þetta samt.

 

Gulli litli "kaupfélags". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Mikið er ég sammála þér með gemsana... það er og á alltaf að vera hægt að ná í mann... annars ætti maður bara að vera eins og sá gamli sem fékk sér gemsa og hafði bara kveikt á honum þegar HANN þurfti að hringja

Brattur, 26.8.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Gulli. Maður er svo opinber orðinn. Það þótti bara sjálfsagt fyrir nokkrum árum að ef maður svaraði ekki í síma þá var maður bara ekki heima. Nú stend ég "háaldraðar" systur mínar að því að óttast um mig ef ég blogga ekki alla daga. Svona kallar með "ísskápagemsa", sem skilja hann eftir á ísskápnum og hafa hann þar alla daga eru bestir. Svo er unga fólkið í dag með gemsanúmer á hitt kynið í röðum, það hlýtur að vera rosalegt. Í gamla daga þurfti maður að hringja í heimasímann og vera rosalega kurteis við foreldrana þegar maður spurði eftir dótturinni. - Mikið djöfull erum við gamaldags. ....en flottir!!!!

Haraldur Bjarnason, 27.8.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

mér finnst hámarkið í Gemsa rugliinu að sofa með þá upp í rúmi!

Birna Guðmundsdóttir, 27.8.2008 kl. 08:13

4 Smámynd: Gulli litli

Brattur; þessi gamli vinur þinn sér hlutina í réttu ljósi...

Haraldur; ég hef oft sagt að ég væri óhæfur í dag til að ná mér í konu, því ég er svo lengi að skrifa sms! Eins og gamall vinur minn Rögnvaldur gáfaði segir gjarnan; Við erum víst alveg frábærir.

Birna; ég er algjörlega sammála.

Gulli litli, 27.8.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það hefur nú verið slökkt á mínum gemsa í marga mánuði. Ég vil ekki láta ónáða mig hvar sem er og hvenær sem er.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.8.2008 kl. 10:31

6 Smámynd: Gulli litli

Sigurður; þannig á þetta líka að vera!

Gulli litli, 27.8.2008 kl. 10:39

7 Smámynd: Halla Rut

Síminn er nauðsynlegasti hlutur nútímans.

Takk fyrir bloggvináttu.

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 00:14

8 Smámynd: Gulli litli

Halla; nauðsynlegur en.......þreytandi..

Gulli litli, 28.8.2008 kl. 00:46

9 Smámynd: Gulli litli

Já og takk sömuleidis....

Gulli litli, 28.8.2008 kl. 00:53

10 Smámynd: Jens Guð

  Gemsinn er gott öryggistæki.  Það er líka gott að vera með talhólf.  Þá ræður maður hvenær gemsinn truflar ekki.  Hitt er verra þegar fólk hefur kveikt á gemsanum við jarðarfarir og aðrar aðstæður sem símhringingar og símtöl eru ekki við hæfi.

Jens Guð, 28.8.2008 kl. 01:12

11 Smámynd: Gulli litli

Jens; það er alveg rétt og maður rædur hversu mikið maður  lætur þetta trufla sig, ég er bara að benda á hvað fólk getur ordid frekt á mann örugglega án þess að ætla sér það. Bara vant því að ná alltaf í mann...og hugsar ekki út í rétt einstaklingsins til þess að svara ekki.

Gulli litli, 28.8.2008 kl. 01:23

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Að vera afdala-Kaupfélags hljómar mjög jákvætt í mínum kolli. 

Anna Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 10:12

13 Smámynd: Gulli litli

Anna; takk fyrir það....

Gulli litli, 30.8.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband